Úrval - 01.08.1962, Síða 54
62
ÚR VAL
izt, er bændur og búalið hefur ver-
ið að margvíslegum störfum öðr-
um, t. d. að planta trjám og lú ill-
gresi o. s. frv.
Teknir fyrir silfur eða gull.
Næstir bændunum koma efalaust
námamenn. Gullgrafarar og aðrir
slíkir lukkuriddarar hafa iðulega
tekið loftsteinajárn fyrir silfur-
grjót. Meðal margra slíkra funda
má nefna járnsteininn, er fannst í
Aggie-vík í Alaska. Gullleitarmenn
voru að slæða víkina fyrir gull-
grýti, þegar glamrið i botnsköfunni
gaf til kynna þennan óvanalega
drátt.
Þriðju í röðinni eru líklega vega-
vinnumenn. Þeim má þakka fund
margra loftsteina, er fallið hafa til
jarðar óséðir.
Nokkrir lofsteinar hafa fundizt
tvisvar. Við Opava í Tékkósló-
vakíu rákiist fornleifafræðingar á
sjö klumpa af loftsteinajárni, þar
sem eitt sinn hafði verið bálstaður
steinaldarmanna, að sjálfsögðu
hulinn þykku jarðlagi, er hér var
komið sögu. Þetta elzta safn loft-
steina, er um getur, virðist þannig
til komið, að foraldarmennirnir
hafa dregið þessa þungu klumpa
saman á einn stað og notað þá
sem undirlag að eldstæði.
Vísindakönnuðir fundu Mesa-
verdejárnið í rústum sólarhofs í
Colorado. Þeim ber einnig að þakka
fund járnklumpsins, sem fannst í
rústum hofs frá tímum Montezuma
við Casas Grandes í Mexíkó.
Klumpurinn var vafinn lérefti líkt
og múmía, og lá, þar sem eitt sinn
hafði verið mitt gólf í stórum sal.
Fyrir fjölmörgum árum fann
fornleifaleiðangur hina sérstæðu
Andersonloftsteina á ölturum í
jarðorpnum rústum frá forsöguleg-
um tíma í Litla-Miamidal (Little
Miami Vally) í Ohiofylki í Banda-
ríkjunum. Ýmsir vísindamenn telja
að Indlánar hafi flutt þessa steina
vestan úr Kansasfylki, þar sem
svipaðir loftsteinar hafa fundizt.
Sumir þessara funda, sem að
framan greinir, hafa byggzt meira
eða minna á tilviljun, þó eru enn
aðrir fundir, þar sem tilviljunin ein
virðist hafa ráðið. Þannig var t. d.
bóndi nokkur að plægja akur sinn
skammt frá Pittsburgh í Pennsyl-
vaniu í Bandaríkjunum. Varð þá
snákur á vegi bónda. Hann svipað-
ist um eftir hæfilegum steini til að
drepa snákinn. Honum varð fyrst
fyrir að festa hönd á hnullungi,
sem þegar til kom, reyndist ekki
tækur, þótt stærðinni væri ekki fyr-
ir að fara. Bóndinn fann sér svo
annan stein og drap snákinn. Síð-
an sneri hann athygli sinni aftur
að þessum litla, þunga steini, og
það varð úr, að bóndi flutti stein-
inn til borgarinnar, þar sem í ljós
kom löngu síðar, að hér var um
lofstein að ræða, eða öllu frekar
loftjárn.