Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 55
SMÁSKRÝTIN ATVIK UM LOFTSTEINA
63
Annar óvanalegur loftsteina-
fundur var, þegar fiskimenn á
Okeechobrevatni á Floridaskaga
fengu loftstein í net sín. Þetta er
eini loftsteinninn, sem um getur
að komið hafi upp í fiskinetum,
enda þótt þrír fjórðu hlutar allra
loftsteina, sem á okkar vötnum
þökktu jarðkúlu falla, hljóti að
lenda í sjó eða vötnum einhvers
konar.
Þá má geta um einn sérstæðan
fundinn enn. Það var á árunum
1911 — 1914, að Ástralíu Suður-
skautsleiðangurinn var farinn.
Leiðangursmönnum til furðu fundu
þeir stein liggjandi ofan á snjó-
breiðunni u. þ. b. tuttugu mílum
vestur af Denisonliöfða Þetta
reyndist loftsteinn, og hefur hann
verið kenndur við Adelieland, þar
sem hann fannst.
Til margra hluta nytsamir.
Þar sem finnendur loftsteina
hafa iðulega ekki haft minnstu
hugmynd um merkilegan uppruna
þeirra, hafa örlög slíkra steina oft
orðið harla lítilmótleg, enda þótt
hið sanna hafi stundum komið í
Ijós um síðir. En enginn veit hve
margir lofsteinar kunna enn að
vera í höndum manna, sem enga
hugmynd hafa um hvílkt fágæti er
þar um að ræða. — Finnandi
Rafrtitsjárnsins í Sviss notaði
klumpinn lengi vel til að oma sér
á fótunum, sem sé sem eins konar
hitapoka. Margir aðrir járnsteinar
hafa hafnað sem sig á heyjum
og í girðingum, ellegar þeir hafa
verið notaðir til að þyngja valtara
o. fl. f þá áttina. Þá hafa þeir oft
þótt brúklegir steðjar, dyrahellur
og — þeir minni — hnetubrjótar.
Sumum loftsteinum hefur þó reitt
harla vel af, þrátt fyrir langa
notkun til daglegra þarfa. Svo var
t. d. um loftstein í franska þorpinu
La Caille. Hann notuðu þorpsbúar
í tvær aldir sem sæti framan við
kirkjudyr hjá sér. Verr hefur farið
fyrir öðrum loftsteinum, sérstak-
lega þeim úr járni.
Járnsmiðir og málmprófarar hafa
brætt og eyðilagt á ýmsa vegu
fjöldann allan af loftsteinum,
ýmist smíðað úr þeim eggjárn
(plógskera, axir, blöð í hnífa o s.
frv.) eða sundrað þeim á einhvern
máta í leit að góðmálmum. Járnið
frá Pittsburgh, sem nefnt var hér
að framan, lenti í höndunum á
járnsmið, og hafði hann næstum
komið því öllu í lóg, er loks var
uppgötvað hvers konar járn hér var
um að ræða, en þá var ekki eftir
nema smábrot handa vísinda-
heiminum.
Og það hefur ekki þurft til að
loftsteinar væru úr járni, til þess
að þeim yrði grandað vegna gull-
þorsta mannanna. í San Emigdio
í Kaliforníu fundu námamenn t. d.
40 kg. þungan loftstein. Einhverjir
þeirra trúðu því statt og stöðugt,