Úrval - 01.08.1962, Side 57
Þú ert daglega
hálfsofandi
Eftir William James.
LLIR kannast við
. það, hvernig það er,
að verða að hefja
eitthvert starf, hvort
sem það er andlegt
eða líkamlegt, þótt maður sé
sljór og þreyttur, — þótt manni
finnist sem maður sé „gamall“,
eins og leiðsögumaður einn i
Adirondack-fjöllunum orðaði það
í viðtali við mig. Og allir kannast
við það fyrirbrigði, að komast
í raunverulegt vinnuskap. Sú
kennd er sérstaklega sterk, þeg-
ar gripið er til þess, sem nefna
mætti „varasjóð“ kraftanna.
Venjulega hættum við starfi,
strax og við verðum fyrst vör
við þreytuna. Þá höfum við geng-
ið nógu langt, leikið okkur eða
unnið „nógu“ lengi, svo að við
hættum. En þegar óvenjuleg
nauðsyn neyðir okkur til að
halda áfram, verðum við vör við
furðulegt fyrirbrigði. Þreytan
eykst upp að vissu marki, en þá
hverfur hún annað hvort smám
saman eða skyndilega, og við er-
um óþreyttari en áður en við
hófum vinnunal
Við höfum þá auðsýnilega grip-
ið til orkuvarasjóðs. Það getur
verið um að ræða annan innri
varasjóð og enn annan. Við finn-
um búa í okkur slíkan kraft,
slika fyrirhafnarlausa afkasta-
getu, sem okkur dreymir aldrei
um að eiga, orkuuppsprettu, sem
er venjulega ekki gripið til, vegna
þess að venjulega gefumst við
upp fyrir hindrun fyrstu þreytu-
kenndarinnar.
— Úr The „Energies of Men“, atytt —
65