Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 58
66
ÚRVAL
Flestum okkar kann að tak-
ast að vitihalda vellíðunarkennd,
þótt við ausum af þessari vara-
orku. Sérhver veit, aS dag hvern
blunda með honum kraftar, sem
venjulega eru ekki vaktir. ViS
erum aðeins hálfvakandi, ef mið-
að er við það, sem við ættum að
vera. Eldmóður okkar er fjötrað-
ur, kraftar okkar blundandi. ViS
notum aðedns lítinn hluta raun-
verulegra andlegra og líkamlegra
orkulinda okkar.
ASeins einstaka menn nota
þrek sitt til hins ýtrasta. Hverju
geta menn þessir þakkað það, að
hafa losnað undan þeim vana,
sem bundið hefur okkur hin,
þeim vana, að temja sér lakari
afköst en orkuforSi okkar gefur
tilefni til? Svarið er einfalt:
annað hvort fyllir einhver ó-
venjuleg örvun þá æsandi eld-
móði eða einhver óvenjuleg hug-
mynd um nauðsyn orkubeitingar-
innar fær þá til þess að beita
meira viljaþreki.
Ný ábyrgðarstaða mun til
dæmis venjulega leiða það í Ijós,
að maðurinn er miklu sterkari en
gert var ráð fyrir. Starfsferill
Cromwells og Grants eru góð
dæmi um það, hversu stríð dreg-
ur fram orku mannsins, vekur
hann. Hversdagslegri dæmi sýna
ef til vill enn betur, hvaða áhrif
ákall skyldunnar getur haft á
útvalda einstaklinga. Gott dæmi
um slíkt er eiginkonan eða móð-
irin, sem hjúkrar ástvinum sín-
um. Hvar má finna betri dæmi
um óbilandi þol en hjá þeim þús-
undum húsmæðra, þar sem konan
heldur fjölskyldunni „ofanjarð-
ar“ með því að taka allar áhyggj-
urnar og allt starfið á sinar herð-
ar, saum, þvotta, hreingerningu,
sparnað, matseld, og hjálpar svo
þar að auki nágrönnum sinum?
Hver getur þá ásakað hana, þótt
hún jagist og skammist öðru
hverju?
Örvæntingin, sem lamar flest
fólk, vekur aðra að fullu til lifs-
ins. Sérhver umsát, sérhvert
skipsstrand og sérhver heim-
skautaleiðangur fæðir af sér ein-
hverja hetju, sem heldur við
kjarki allra félaga sinna. 200 lík
voru grafin úr jörðu eftir hræði-
lega kolanámusprengingu í
Frakklandi. Eftir að hafa haldið
greftrinum áfram í 20 daga,
heyrðu björgunarmennirnir
rödd: „Me voici“ (ég er hér),
sagði fyrsti maðurinn, sem graf-
inn var upp úr rústum gangn-
anna. Hann var kolanámumaður,
sem hafði tekið að sér stjórn 13
annarra i myrkrinu. Hann hafði
agað þá og hresst þá viS, og hon-
um tókst að koma þeim lifandi
upp á yfirborðið aftur.
Slík dæmi sýna, að líkami okk-