Úrval - 01.08.1962, Side 59
ÞÚ ERT DAGLEGA HÁLFSOFANDI
67
ar framkvæmir stundum fulla
vinnu, þegar hann verður fyrir
örvun. En töfrasproti sá, sem
dregur varaforða orkunnar fram
í dagsljósiS, er venjulega vil.ia-
þrekið. ErfiSleikarnir eru fólgnir
t þvi aS notfæra sér þetta vilja-
þrek, aS sýna þá viSleitni, sem
orSiS gefur til kynna. Sérhver
velheppnuS beiting siSferðilegs
viljaþreks, til dæmis þaS, aS geta
sagt nei viS kunnuglegri freist-
ingu eSa framkvæmt einhverja
hetjudáð, mun verSa til þess aS
auka þrek meS manninum dög-
um og Yikum saman eftir á, slíkt
mun auka þrek hans og krafta.
Maður nokkur sagSi viS mig:
„Ég var aS taka tappa úr whisky-
flösku, sem ég hafSi komiS meS
heim. Ég ætlaSi aS drekka mig
fullan, en þá vissi ég ekki fyrr
til en ég var hlaupinn út í garS.
Og þar mölvaSi ég flöskuna á
steini. Ég var svo hamingjusam-
ur og frá mér numinn eftir þenn-
an verknaS, aS ég freistaSist ekki
til þess aS snerta víndropa næstu
tvo mánuSina".
Þeir, sem hafa bezta og hag-
nýtasta þekkingu á mannssálinni,
hafa fundið upp sjálfstamningar-
aSferSir til þess aS hafa vara-
sjóSi orkunnar alltaf tiltæka.
Pueckler-Muskau prins skrifaSi
konu sinni frá Englandi, aS hann
hefSi fundiS upp „nokkurs konar
tilbúinn ásetning viSvíkjandi þvi,
sem erfitt er aS framkvæma. AS-
ferS mín er sú,“ heldur hann á-
fram, „að ég gef sjálfum mér
mjög hátíðlegt drengskaparloforð
um að gera hitt og þetta eða láta
það ógert. AuSvitaS er ég sérstak-
lega varkár í notkun þessarar
aSferSar, en þegar ég hef gefiS
slíkt drengskaparloforS, þá skoSa
ég þaS algerlega óafturkallanlegt.
Mér finnst eitthvaS mjög full-
nægjandi viS þá hugsun, að maS-
ur hafi styrk til þess aS smíSa
sér slik hjálpartæki og vopn úr
litlum efniviði, jafnvel úr engum,
eingöngu meS viljaþrekinu einu“.
Venjulegri orkueyðslu okkar er
líkt háttaS og venjulegu næring-
armagni okkar. LíffræSingar
segja, aS maðurinn sé í „næring-
arjafnvægi", þegar hann fitnar
hvorki né léttist langtímum sam-
an. Á svipaðan hátt getur maS-
urinn veriS í þess háttar jafn-
vægi, sem ég leyfi mér aS kalla
„afkastajafnvægi“, þótt um furSu-
legan afkastamismun sé aS ræSa,
hvernig svo sem afköstin eru
mæld. ÞaS getur veriS um að
ræSa líkamlega vinnu eSa and-
lega, álag á siSferSisþrek eSa
sálrænt starf.
AuSvitaS hefur þetta sín tak-
mörk. Tré vaxa ekki allt upp til
skýja. En það er samt staSreynd,
aS þegar menn neyta sinnar ýtr-