Úrval - 01.08.1962, Side 62
70
URVAL
uSu þau brott flestum þessara
álþýðulyfja, sem einskærum
hindurvitnum og hjátrú. En á
síðustu áratugum hafa nýjar og
nákvæmar efnarannsóknir leitt
í ljós, að ýmis þessara efna voru
í raun réttri mikils virði til varn-
ar sjúkdómum og til lækninga.
Á miðöldum voru flétturnar i
miklum metum sem læknislyf
víða um Evrópu, bæði meðal
almennings og hinna lærðu
manna. Þannig var ein tegund
talin óbrigðult lyf við lungna-
sjúkdómum, en átti þó hróður
sinn mest aS þakka því, að hún
í útliti minnti nokkuð á lungna-
vef dýranna. Önnur flétta var
notuð gegn hundaæði. Fólk, sem
óðir hundar bitu, skyldi i fjóra
daga samfleytt, drekka einn pela
á dag af heitri mjólk, sem flétta
þessi hafði verið soðin í ásamt
með dökkum pipar. En því mið-
ur reyndist sú lækning haldlitil.
Utan Evrópu voru fléttur einnig
eftirsóttar til lækninga t. d. bæði
austur í Kina og meðal Indíána
i Norður-Ameriku.
Ekki vorum vér íslendingar
neinir eftirbátar annarra í því
að trúa á lækningamátt ýmissa
fléttna. í riti sínu um Grasnytj-
ar telur síra Björn Halldórs-
son í Sauðlauksdal allmargar
tegundir af fléttum, sem nota
megi til lækninga og heilsubót-
ar. Einkum er talið að þær reyn-
ist góðar gegn brjóstveiki, gulu-
sótt og til að græða sár. Engin
fléttan nýtur þó jafnmikils álits
og fjallagrösin. En um þau segir
sr. Björn meðal annars:
„Þessi grös er vor bezta lækn-
ing móti uppdráttar- og rýrn-
unarsótt, samt öllum uppþemb-
ingi, hráa og annarri veiki mag-
ans. Það er marglega reynt að
hálft fæði að vöxtum af grösum
þessum með mjólk vel til búið,
hefur haldið við heilsu, hreysti
og hamsi manna, lengur og betur
en flestur annar matur............
Remma sú, sem er utan á blöðurn
grasanna, mýkir vallgang eða
laxerar nokkuð. . . . Að drekka
seyði af þessum grösum er ypp-
arlegt við uppþembingi og orm-
um í maga og þörmum. Grasa-
grautur vel soðinn í hlaup lækn-
ar lífsýki.“ Svo segir sá góði
maður, og langlíft hefur traust-
ið á hollustu fjallagrasanna ver-
ið með þjóð vorri, því að margir
munu þeir vera enn, sem telja
fjallagrasaseyði hina beztu
heilsubót bæði við kvefi og öðr-
um brjóstkvillum svo og melt-
i ngar tr uf lunum.
En læknarnir hristu höfuðin
yfir fávizku almennings og hjá-
trú, og flétturnar hurfu úr sög-
unni sem læknislyf, og voru
máðar út af skrám lyfjabúöanna.
En nú litur út fyrir, að þær
séu að fá uppreisn æru sinnar.