Úrval - 01.08.1962, Side 63
F.JALLAGRÖS OG AÐRAR FLÉTTUR
71
Smithsonian-stofnunin í Ame-
ríku hefur nýlega sent frá sér
handbók um grasafræðileg efni,
þar sem vísindamaður, dr.
Mason E. Hale, gerir grein fyrir
fléttunum. Þar segir hann að
nýjustu rannsóknir á efnum
fléttnanna hafi leitt i ljós, að í
seyði af mörgum þeirra, séu hin
ágætustu fúkalyf (antibiotica),
og svo séu þessi efni útbreidd,
aS nær helmingur þeirra fléttu-
tegunda, sem lifa í tempruSu
beltunum hafi i sér slík bakteríu-
eySandi efni. Efni þessi eru sér-
stakar sýrur, sem nefndar eru
einu nafni fléttusýrur.
Finnar hafa fyrir nokkru hafiS
framleiSslu á slíku fúkalyfi, er
þaS unnið úr lapplenzkum
hreindýramosa. Þvi er blandað
í smyrsli, sem reynzt hafa jafn-
vel betur en pennisillinsmyrsl
við ýmis konar sár, einkum
brunasár, en einnig hafa þessi
smyrsl reynzt gagnleg gegn gin-
og klaufaveiki. Þá hefur og
blanda af fléttusýru og strep-
tomycini verið notuð gegn
berklaveiki en með misjöfnum
árangri.
En sá galli er á, aS fléttusýr-
urnar verða því aðeins notaðar
til þessara hluta, að unnt sé að
leysa þær upp í vatni, en meiri
hluti þeirra, alls eru nú kunnar
um 20 mismunandi sýrur, er
mjög torleystur eða jafnvel ó-
leysanlegur í vatni. Allt um það
segir dr. Hale, að lyfjavinnsla
úr fléttum eigi eftir að stórauk-
ast í framtíðinni.
Hver veit, nema vér eigum
eftir að fá viðurkenningu lækna-
visindanna á ágæti fjallagras-
anna, og teknar verði upp grasa-
ferðir á ný, til þess að sækja
dýrmætan lyfjaforða inn á fjöll
og heiðar.
>88888C8888(08888ÍCÍ888K
Milt íshafsveður.
NORSKUR Ameríkumaður, Hagbard Ekerold, er stjórnaði
veðurathugunarstöð á Jan Mayen 1921—1922. Hann hefur skrifað
þetta í minnisbók sína 29. jan. 1922: „Mil't veður. Fáir munu
trúa því að hér norður á Jan Mayen geti maður farið beint úr
rúminu I náttfötum einum, með bera fæturna í tréklossum, út
að athuganaskýlinu (um 50 m frá stöðinni) til þess að rita það,
er mælabnir sýna frá því um nóttina, en það hef ég gert allan
þennan mánuð.“ — Ultima Thule.