Úrval - 01.08.1962, Page 65
GEÐSJÚKLINGUR Á HEIMILINU
73
veginn of fast að orði kveSiS
með því um þetta fólk, sem hent
hefur það ólán að einhver inn-
an fjölskylcíunnar er orðinn al-
varlega sjúkur á geði. AS veru-
legu leýti stafar hugarangur
þess af vanþekkingu, blygSun og
ráðleysi. Skelfingu lostnir, er
sjúkdómseinkenni ástvinar þess
koma í ijós, — þau geta bæði
komiS fram sem deyfð og þung-
lyndi eða allskonar ímyndanir
og ofskynjanir, og allt þar á
milli, — láist því að gera sér þess
grein, aS engan veginn er vist aS
hinn sjúki sé altekinn sjúkdómn-
um, né heldur hugsast þvi að
lækning kunni að koma til
greina.
Þegar hinn sjúki heyrir radd-
ir, sem enginn annar fær greint,
og svarar þeim með orðum eða
framkvæmir það, sem þær leggja
fyrir hann að gera, þá er svo
sem lítil furSa, þótt fjöiskyldan
sé skelfd og standi ráSþrota
gegn þessum annarlega mætti,
sem virðist hafa öll ráð ástvinar
hennar í hendi sér.
En það er reyndar elcki allur
persónuleiki mhnnsins, sem
þannig er á valdi sjúkdómsins.
Heilbrigður er sá hluti hans, sem
þekkir fjölskylduna, eiginkon-
una (eða eiginmanninn), veit
hvar hann á heima og hvaða
stöðu hann gegnir.
Samvinna við hinn sjúka, og
öll umgengni yfirleitt, er oft
mjög örðug' fyrst eftir að sjúk-
dómurinn tekur að iáta bera á
sér, einkum og sér i lagi þó, ef
sjúklingurinn sjálfur fyllist skelf-
ingu, þegar hann verður sjúk-
dómseinkennanna var, en slikt
er algengt. Hann getur átt til að
þræta fyrir að hann sé nokkuð
breyttur og þverneitað að fallast
á að hann sé hið minnsta sjúkur.
Mótmæli fjölskyldunnar gegn
þessum staðhæfingum sjúklings-
ins gera aðeins illt verra og
stæla í honum þvermóðskuna.
Þar sem fyrsta skrefið til að
heimta aftur heilsuna er aS kann-
ast við sjúkleika sinn, má öllum
vera Ijóst á hve miklu veltur, að
fjölskyldan geri hreinskilnislega
upp við sig að maðurinn sé sjúk-
ur á geði — og umgangist liann
samkvæmt því. Þegar einhver,
sem sjúklingurinn hefur unnað
og treyst lengi, hefur manndóm
til að horfast í augu við þá stað-
reynd, að hinn sjúki er ekki
lengur heill á geði, þá kemur að
þvi, — og oft fyrr en varir, —
að sjúklingurinn fellst á að hann
sé sjúkur. Þá er ísinn brotinn;
sjúklingurinn vill fá bata og
verður fús til samvinnu.
Margar spurningar munu
vakna meðal vandamanna, þegar
hér er komið sögu. Þeir Iiafa
iesið, og þeim hefur verið sagt,