Úrval - 01.08.1962, Page 66
74
að „geðveiki er eins og hver
önnur veiki.“
Stundum er þetta undirrót
mikils misskilnings. Já, geðveiki
er veiki, veiki, sem menn ráða
ckki meiru um hvort þeir fá, en
þegar um mislinga, lungnabólgu
eða fóibrot er að ræða. Geðsjúk-
lingur „verður sér ekki úti“ um
þessa veiki sína af kvikinzku, til
áð láta vorkenna sér og sanna
öðrum hve mikið hafi á hann
verið lagt.
AS þessu tvennu fráteknu, —
að þetta er sjúkdómur og ekki
sjálfskapaður, — eru geðsjúk-
dómar um flest frábrugðnir
likamlegum sjúklcika. Eilt fyrsta
dæmið um það er sá munur,
hvernig áhrif geðveikur maður
hefur á heilbrigða. Hann vekur
með þeim ónotakennd og andúð
i stað samúðar og löngunar til að
veita hjálp. Mjög oft verðum við
geðveilu fyrst vör af tali og
hátterni hins sjúka, en ekki af
neinum líkamlegum auðkennum.
Af tali og hegðun geðtruflaðr-
ar manneskju getum við e. t. v.
ályktað, að einhvers konar ótti
hamli henni, eða hún sé haldin
ímyndunum; trúi einhverri stað-
leysu, sem hver heilbrigður mað-
ur sér strax af brjóstviti sínu
að ekki fær staðizt. Ýmis konar
ofskynjanir, einkanlega ofheyrn-
ir og ofsjónir, verða okkur
ÚR VAL
oft líka fyrst ijósar af látæði
hins sjúka.
Það er erfitt að halda skapinu
í skefjum, þegar svona nokkuð
hendir. En spurðu samt sjálfan
þig, hvernig þér yrði við, ef þú
hættir skyndilega að geta treyst
þínum eigin augum, sem svo
lengi hafa þjónað þér vel og
trúverðuglega. Eða þá eyrunum,
sem öll þessi ár hafa borið þér
skilmerkilega hvert hljóð, er þau
námu. Og hvernig yrði þér við
ef tvisvar sinnum tveir væru alls
ekki lengur sama og fjórir?
Nei, það er ekki að undra,
þótt hinn geðsjúki maður verði
gripinn ótta, sem oft brýst fram
i ákafri reiði, ruddaskap og'
stundum í algerri afneitun ást-
vina hans. Hvernig á hann að
geta treyst ])ví að þeir séu enn
ástvinir lians?
Oft er það að ættingjarnir
finna eklci aðeins til blygðunar,
heldur einnig sektar vegna sjúk-
leikans. Þar um má óhikað
kenna að verulegu leyti óvönd-
uðum blaðaskrifum; einkum
tímaritum. Þótt sum víðlesin
timarit ræði um geðveilu og geð-
sjúkdóma á heilbrigöan og skyn-
samlegan hátt, þá eru önnur
sem gera sér slík mál að féþúfu
með æsiskrifum og sleggjudóm-
um, sem oft hafa slæm áhrif á
þá, er verða að stríða við geð-
veilu innan fjölskyldu sinnar og