Úrval - 01.08.1962, Page 67
GEÐSJÚKLINGUR Á HEIMILINU
75
])ý ckki sízt foreldra, sem fyrir
slíku verða.
Dæmi um afleiSingar slíkra
skrifa er móSir ein; hún skýrSi
svo frá; „Þegar sonur minn var
átta ára gamali, varS hann aS
dveljast án okkar suSur á Flor-
idaskaga um nokkurra mánaSa
skeið, vegna þess að hann þjáðist
af andarteppu. Getur þetta verið
undirrót bilunar hans?“ •— Lika
man ég eftir föður, sem kvald-
ist af sjálfsásökun fyrir að hafa
gengið í herinn meðan sonur
hans var á kynþroskaskeiði.
•ilann gat ekki losað sig viS þá
huginynd, að þessi fjarvera hans
kynni að vera frumorsök geS-
bilunar piltsins.
Og svo er það þessi gamla
spurning, sem við heyrum aft-
ur og aftur, og hún er ævinlega
knúin fram af ótta og með döpr-
um hug: „Frænka min varð
brjáluð. Getur þetta verið ætt-
gengt?“ Beztu og huggunarrík-
ustu svörin við spurningum sem
þessum er sannleikurinn sjálf-
ur, sagður á réttan hátt. Ennþá
kunnum við ekki réttt svar við
hverri spurningu. Það er svo
margt á þessu sviði litt rann-
sakað. En við kunnum þó ráð,
sem úr geta bætt.
Mörgum má verða þessi „þver-
stæða“ til huggunar; Því skyndi-
legar og heiftarlegar sem sjúk-
dómseinkennin brjótast fram —
með öðrum orðum þvi æstari
og sturlaðri sem sjúklingurinn
virðist vera — þeim mun meiri
líkur fyrir skjótum bata.
Þetta er ekki staðhæfing grip-
in úr lausu lofíi. Frá vísinda-
legu sjónarmiði er hún studd
gildum rökum. Auðskilið er það
t. d„ að snögg og heiftarleg geð-
bilun leiðir alla jafna fremur til
skjótra aðgerða ættingja og
vandamanna og um leið til þess,
að sjúklingurinn kemst fyrr
undir læknishendur, heldur en
smávægileg geðtruflun, sem
smám saman þróast í að verða
augljós geðbilun. Rétt með-
höndlun sem allra fyrst gerir
ómetnlegt gagn til að sjúkling-
urinn fái bót meina sinna.
Þegar meðlimir fjölskyldu
sjúklingsins hafa á annað borð
einu sinni fengið færi á að ræða
hin raunverulegu vandamál
varðcndi sjúkdóminn og' eðli
hans verið skvrt fyrir þeim, þá
veitist þeim miklu auðveldara
að skilja hvert höfuðvandamál-
ið er og hvað þeim ber áð gera
til að leysa þann vanda, — sem
sé að koma sjúklingnum til
heilsu á ný.
Hvernig ber þá að umgangast
nábúa, ættingja og vini, sem eru
á einhvern hátt úr andlegu jafn-
vægi og truflaðir á geði? Að
minni hyggju mundi einna
heppilegast að skoða það mál