Úrval - 01.08.1962, Side 69
GEÐSJÚKLINGUR Á HEIMILINU
77
ber að varast. Fjölskyldan verð-
ur að gera sér ljóst, það sem
sjúklingurinn veit, að sjúkrahús-
dvölin hefur ekki læknað hann
að fullu, þó að tekizt hafi að
uppræta sjúkdómseinkennin að
mestu eða jafnvel öilu leyti. —
Ekki svo að skilja, að sjúkdóm-
urinn sé ólæknandi. Aðeins það,
að inaðurinn er ekki enn lækn-
aður af honum til fulls.
í því felst þetta: Sjúklingur-
inn er enn ekki laus undan þeirri
hættu, að gömlu einkennin skjóti
upp kollinum verði hann fyrir
einhverju hnjaski eða ótima-
bærri áreynslu, rétt eins og
hjartasjúklingur í afturbata
mætti búast við að kenna síns
sjúkdóms að nýju, tæki hann
upp á því að hlaupa í einum
spretti stigana upp á þriðju hæð,
svo eitthvert dæmi sé tekið. —
Þunga hins daglega lífs má ekki
leggja á hann fram yfir það sem
nauður krefur, fyrr en hann er
maður til og sjálfur vill.
Eitt þeirra vandamála, sem
fjölskyldan verður að glíma við,
er hve afar erfitt er að sjá fyrir
tiltektir hins sjúka. Hér kemur
fram einn reginmunurinn á and-
legum og líkamlegum sjúkleika.
Fótbrot grær allajafna innan á-
kveðins tíma, sem hægt er að
segja fyrir um, en þegar um
fyrrvernadi geðsjúkling er að
ræða, þá getur svo farið einn
góðan veðurdag, þegar hann
virðist fyllilega með sjálfum sér,
ánægður og laus við allar grillur,
að skjótt skipist veður i lofti og
hann taki að tala tórnt rugl aft-
ur.
Hann er vís til að ásaka konu
sína að tilefnislausu fyrir meið-
andi orð í sinn garð; já, jafnvel
fyrir ímyndaðan líkamlegan á-
verlta. Kannski kvartar hann
vegna órétttar, sem hann er beitt-
ur á vinnustað; kannski barmar
liann sér vegna þess að hann
hafi ekki komizt eins vel áfram
í lifinu og hann þó eigi skilið
— rétt eins og þú og ég geruin
e. t. v. stundum!
En þetta er auðvitað allt ann-
að en skemmtilegt; að heyra
þarna sömu ásakanirnar, sama
ruglið, og meðan sjúkdómurinn
var upp á sitt versta, og það
núna, þegar heilsan virtist vera
orðin harla góð og allir vonuðu
að fullur bati væri á næsta leiti.
Hér er hætta á ferðum. Fjöl-
skyldan er sár, ráðvillt og niður-
dregin. Þegar svona ber við er
alltaf hætta á að einhver eða
einhverjir innan fjölskyldunnar
gripi til þess, er sízt skyldi;
andmæli hinum sjúka og hefji
rökræður um staðleysurnar, sem
hann fer með, oft bituryrtar
langt úr hófi fram. Að ætla sér
að koma „vitinu fyrir“ hinn
sjúka á þennan hátt er mjög