Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 72
80
ÚR VAL
atriði. Sá sem hefur veriS hald-
inn geðsýki verður aS vita af
þvi, að hann geti náð til læknis
síns hvenær sem er, ef eitthvaS
bjátar á að marki. Þetta sam-
band við lækninn skyldi ekki
rjúfa, nema i samráði við hann
ÞaS er enginn greiði gerður af
hálfu ættingja og vina, sem leit-
ast við að rjúfa þetta samband,
t. d. á þeim forsendum að sjúkl-
ingurinn sé að verSa lækninum
háður eða byrði um of. Látið
iækninum eftir allar áhyggjur
af því!
Strax og heilsa sjúklingsins
leyfir fýsir hann að taka upp
eðlilega hætti á sama hátt og
fyrir veikindin. Þar með er ekki
sagt að hann þoli að stunda fulla
vinnu i fyrstu, né heldur er allt-
af æskilegt að fyrsta kastið hvíli
á honum sú ábyrgð á vinnu-
stað og áður kann að hafa gert.
Þegar málum er svo háttað, get-
ur fjölskyldan verið nauðbeygð
til að taka upp óbrotnari lifn-
aðarhætti en áður vegna fjár-
hagserfiðleika. Sú leið er skyn-
samlegri en að hvetja fyrirvinn-
una beint eða óbeint til að leggja
harðar að sér við vinnu, en heils-
an með góðu móti þolir. Það
væri aS bjóða ógæfunni heim á
nýjan leik.
Taki maSur upp sitt fyrra
starf er oft nauSsynlegt að
vinnuveitandinn kunni full skil
á sjúkleika hans. Sjúklingnum
kann að veitast erfitt að gera
grein þessa, en það verður þó
að gerast. Stundum síast öll heila
sagan út meðal vinnufélaganna,
og þótt svo sé ekki, þá finnst
sjúklingnum oft á sinum erfiðu
stundum að „allir viti allt“ og
félagarnir stingi saman nefjum
á laun og tali um hann.
Fjölskyldan getur ekkert ann-
að betra gert en stappað stálinu
í sjúklinginn að láta allt slikt
tal sem vind um eyru þjóta og
minnt hann á þá staðreynd, að
fólk er fljótt að gleyma, enda
eiga velflestir við nóg að striða
i sínu eigin lífi.
Er æskilegt að nábúarnir og
skyldmenni utan heimilisins fái
vitneskju um sjúkdóminn og
sjúkrahúsvistina? Það verður að
vega og meta hverju sinni. Yfir-
leitt er ekki hægt að halda mál-
inu leyndu fyrir skyldmennum
sínum, jafnvel þótt umgengni
við þau sé ekki mikil, og alla
jafna er næsta fáfengilegt að
reyna slíkt.
Hins vegar er á engan hátt
nauðsynlegt fyrir sjúklinginn
eða fjölskyldu hans að greina
hverjum sem er frá öllum smá-
atriðum varðandi sjúkdóminn.
Veilcindin eru einkamál sjúkl-
ingsins og hans nánustu, og það
gildir um öll einkamál, að aðra