Úrval - 01.08.1962, Page 73
GEÐSJÚKLINGUR Á HEIMILINU
81
varðat' ekkert um þau en þá, sem
þau snerta beinlínis.
Ég er að velta fyrir mér því,
hvað ég hafi svo sem sagt til
leiSbeiningar þeim, sem þurfa
nú eSa siSar aS umgangast geS-
truflaSan ættingja eSa vin. Og
þaS er í rauninni breint ekki
neitt annaS en þaS, sem hver
maSur veit i hjarta sínu.
Það sem sjúklingurinn þarfn-
ast er að finna skrumlausa og
óbifanlega fullvissu fjölskyldu
og vina aS hann sé betri núna og
fari stöSugt fram og muni tví-
mælalaust ná sér til fulls.
OrSin, sem viS tölum viS
sjúklinginn, eru ekki það sem
sköpum ræSur, heldur hitt; þetta
ósjálfráSa samband okkar við
hann, •— samband sem við höf-
um stöðugt hvert viS annað all-
ar stundir.
Hvernig getur þú veriS viss
um aS maki þinn elski þig?
Vegna þess að hann segir það?
Nei. Það er vegna þess nána,
gagnkvæma sambands, sem ríkir
með ykkur. Ef þú af öllu hjarta,
af allri sálu þinni, vonar og trú-
ir að ástvinur þinn muni geta
þokazt i rétta átt með þeim
stuðningi, sem þú heils hugar
lætur lionum í té, þá mun hann
skynja það, og einmitt það get-
ur riðið baggamuninn.
Ég er vísindamaður; læknir;
og samt er það sannfæring mín,
— og hana get ég ekki sannað
visindalega, —- að ekkert, hvorki
vísindaleg meðhöndlun, lyf, sál-
greining eða yfirleitt nokkuð, sé
jafn máttugt afl til að knýja
fram bata og þessar göfugustu
dyggðir mannssálarinar — ást,
trú og von.
Vonin verður aldrei neinum
til skammar; ekki heldur dýpst
í myrkheimi örvæntingarinnar.
Kerfi til þess að senda og taka á móti raforku þráðlaust.
Sá dagur er kannski ekki langt undan, þegar hægt verður að
„útvarpa" raforku þráðlaust yfir nokkra vegalengd og taka á
móti henni.
1 Bandaríkjunum eru nú gerðar rannsóknir á þessu sviði á
vegum Bandaríkjahers. Notaður er stuttbylgjuútbúnaður, og tak-
markið fyrst i stað er að senda þúsund vatta orku í allt að 80
km fjarlægð þannig, að tekið verði á móti henni í nothæfu ástandi.
Enn sem komið er hefur ekki verið hægt að koma notagildi ork-
unnar hærra en í 26 af hundraði.