Úrval - 01.08.1962, Page 74
82
Ógieymanlegur maður
Allfaf gengur
það eins,
Ssesssr það er ég
Eftir Þorbjörgu Gísladóttur.
4
cgar kynni okkar Pals
“-----jSj- Jakobssonar hófust,
g, var hann einhvers
staðar á fertugsaldri,
en eg var dálitiö inn-
Ti'wjí' iW an vjg fermingaraldur.
Hann fékkst þá eitthvað við
tímakennslu í erlendum málum
og orgelleik í höfuðstaðnum,
])ví að það var sú eina vizka
sem hann hafði aflað sér, er
með nokkru móti varð í askana
látin. Fundum okkar bar fyrst
saman með þeiin hætti, að ég var
einn af þeim heimsku og lötu
nemendum í ensku og hljóð-
færi-leik, sem létu Pál hafa allt
erfiðið í kennslustundunum, en
nenntu iítið sjálfir fyrir þvi að
hafa, svo að hann varð að end-
urtaka sömu viðfangsefnin aft-
ur og aftur, en alltaf átti ég að
mæta sömu prúðmennskunni og
þolinmæðinni á hverju, sem
gekk með undirbúning og aðra
frammistöðu. Hann var ákaflega
barngóður og hafði yndi af því
að segja börnum til og lundin
var viðkvæm, svo að hann mátti
ekkert aumt sjá. Mesta ánægju
hafði hann þó af hljómlistinni
og þrátt fyrir eljuna við kennsl-
una voru tímarnir ekki alltaf
þurrt stagl frumatriða, því fyr-
ir kom að hann settist sjálfur
við hljóðfærið og spilaði sín
uppáhaldsverk og var þá ekki
verið að telja mínúturnar í
kennslustundunum. Stundum
sagði hann líka sögur af ferðum
sínum erlendis, af háttum og
menntun listamanna og ann-