Úrval - 01.08.1962, Side 75
ÓGLEYMANLEGUl? MAÐUR
83
arra, sem hann hafði haft kynni
af í útlöndum. Þetta var mér
framandi og' jafnframt töfrandi
heimur, sem ég lifði mig inn í
i dagdraumum mínum og þráði
að kynnast síðar meir af eigin
raun. Páll var einstæðingur og
voru heimilishættir hans og fjár-
hagur þannig, að hann mun ekki
liafa haft aðstöðu til að taka
nemendur lieim til sín, svo hann
gekk á milli þeirra og kenndi
á heimilum þeirra. Vegna þessa
varð hann brátt svo kunnugur
á heimili foreldra minna, að
iiann var upp frá því heima-
gangur hjá okkur.
Ég fékk því smám saman að
vita ýmislegt um uppruna hans
og æviferil. Hann ólst upp fyrir
austan á góðu heimili. Hann var
bráðgjör bæði andlega og líkam-
lega og varð hávaxinn og herði-
breiður. Snemma fékk hann þó
ímugust á líkamlegri vinnu og
var svo jafnan síðan og kom
liann sér undan slíkum störfum,
eftir þvi, sem kringumstæður
frekast leyfðu. Hann mun
snemma liafa fengið ýmsar flug-
ur í höfuðið varðandi sjálfan sig
og hlutverk sitt í heiminum og
vildi ganga menntaveginn, sem
svo var kallað, en ekki gat þó
af því orðið. Hann áleit sér þó
ætlað eitthvert stórt hlutverk á
leiksviði lifsins.
Siðar stefndi liugur hans þó
einkum að tónlist og skáldslcap.
Á unglingsárunum vann hann
töluvert, ýmist á sjó eða landi
og ætlaði að brjóta sér braut til
vegs og frama á eigin spýtur.
Jafnframt tókst honum að afla
sér undirbúningsmenntumar í
orgelleik og ýmsum almennum
greinum. Þegar hann var rúm-
lega tvítugur hafði hann aflað
sér nokkurs fjár til utanfarar og
með tilstyrk annarra sigldi hann
til Englands, og lærði þar ensku
og ýmislegt fleira i nokkur ár,
þá fór hann til Vínarborgar og
lagði þar stund á hljómlist og
kynntist þar ýmsu fyrirfólki.
Annars hvíldi einhver leynd yf-
ir námsdvöl hans erlendis svo ég
vissi aldrei til hlitar, hvernig
honum hafði farnazt þar. Eitt-
hvað vann hann með náminu.
Það mun þó hafa komið að þvi,
að hann hefur þrotið skotsilfur,
því hann hætti á námsbrautinni
og réðist í siglingar og fór víða.
Þannig skaut honum upp í
þekktum borgum Suður-Ameríku
og Afriku, frá þessum árum. En
einnig yfir þessum hluta ævi
hans var einhver dul. Talið var
að hann hafi fengiÁ sér nokkuð
mikið i staupinu í þann tíð og
vildi það loða við eftir að heim
kom. Þegar ég kynntist Páli
Jakobssyni var hann mjög grann-
holda; hann var útlimastór,
langleitur, kinnfiskasoginn, með