Úrval - 01.08.1962, Side 77
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
85
lögreglan þá stundum að sker-
ast í leikinn.
En jafnan var Pál! svo félaus,
að hann gat ekki greitt sektirn-
ar. Eilt sinn vissi ég ti! þess að
nokkrar sektir höfðu safnazt fyr-
ir hjá honum og var hann þá
látinn sitja þær af sér í fanga-
húsinu i Pieykjavík. Páll varð
brátt málkunnuigur fangaverð-
inum og sögðu þeir livor öðrum
sögur frá æskudögum og fleiru.
Fangavörðurinn bauð Páli inn
í íbúð sína að skilnaði og dvaldi
hann þar góða stund og skemmti
sér við að leika við litla dóttur
fangavarðarins. Litla stulkan
hændist brátt að Páli, sem önn-
ur börn því hann hafði mikið
yndi af að segja börnum sögur.
Þegar hann fór kvaddi hann litlu
stúlkuna og þakkaði henni fyrir
skemmtunina. Leit hún þá fram-
an í hann með tár i augum og
sagði: Ég vildi að þú yrðir hér
alltaf, manni minn. Þegar Páll
hafði sagt okkur þessa sögu
botnaði Iiann hana með sínu
kunna viðlagi: Alltaf er það eins,
þegar það er ég. Þegar Páll sagði
slíkar sögur varjafnanyfirborðs-
gdettni i frásögninni en á bak
við leyndist beiskja og lífs-
þreyta.
Eitt sinn veiktist Páll og var
fluttur á sjúkrahús. Sjúkdómur-
inn var ekki talinn hættulegur,
en hann hafði lélega aðhlynn-
ingu heima, svo að honum var
útvegað rúm í sjúkrahúsi. -—-
Nokkrum dögum síðar hringdi ég
á sjúkrahúsið til að spyrjast
fyrir um líðan Páls. XJng og
hljómþýð stúlkurödd hvað við
í símanum. Þegar ég innti hana
eftir líðan Páls svaraði stúlkan
óðamála: Hann er dáinn. —
Hvað? sagði ég undrandi: Hann
sem var svo lítið veikur, and-
mælti ég enn vantrúuð.
Ég skal annars athuga þetta
betur, sagði stúlkan. Ég beið við
símann milli vonar og ótta eftir
hinum örlagarika dómi yfir Páli
Jakobssyni.
Fyrirgefið þér, — hann er ekki
dáinn. Það er annar maður, sem
dó, hann hét Pétur, og ég rugl-
aði bara saman nöfnunum, sagði
nú stúlkukindin. Ég spurði
einskis frekar, en sagði að ekkert
væri að fyrirgefa. Alltaf er það
eins, þegar það er ég -—, varð
Páli að orði, þegar ég sagði
honum sögu þessa.
Þetta var á kreppuárunum. En
svo kom stríðið og veitti öllum
Jandsins börnum ótal möguleika,
bæði ríkum og fátækum jafnt
óskmögum hamingjunnar sem
olnbogabörnum þjóðféíla'gsins.
Þannig barst jafnvel lánið upp í
hendurnar á Páli Jakobssyni í
ýmsum myndum. Allir vildu nú
læra ensku til að geta fleytt sér,
ef á þyrfti að haida. Nú gátu all-