Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 79
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
87
svo nijög hafði hin fullnægða út-
þrá, sem hann sá fyrir sér í
gervi veruleikans, breytt allri
hans skaphöfn og trú hans á lif-
ið og tilgang þess.
Nokkru síðar barst mér hel-
fregnin hans Páls. Mig setti
hljóða i fyrstu og spurði einskis.
Svo kom það. Hann hafði týnzt
af skipinu, líklega skömmu eftir
hrottför jjess úr höfn, þvi lík
hans fannst sjórekið úti í eyju.
Enginn var til frásagnar um,
með hvaða hætti slysið hafði að
borið, en hvernig sem það hefur
atvikazt, fannst mér sem hér hafi
vcrið (iulin og ill örlög að verki.
Þegar ég hafði heyrt fregnina
fór ég inn í herbergi mitt og
lokaði að inér til að vera ein
um hugsanir mínar um afdrif
þessa trygga vinar mins.
Þá fannst mér, sem ég sæi hann
á sundi berjast við æstar öldur
hafsins um líf sitt og horfa á
sigluljósin á skipinu fjarlægjast
stöðugt út í sorta næturinnar og
þá fannst mér hann segja þessi
orð og nú í siðasta sinn: Alltaf
er það eins, þegar það er ég. —
Og nú höfðu þessi orð öðlazt
dýpri og víðtækari merkingu en
áður. Nú fannst mér þau ekki
lengur tjá brostnar vonir og ein-
manleik hans eins, nú fannst mér
þau vera skírt tákn um einstæð-
ingsskap og örvæntingu þúsund-
anna í ógnþrungnum heimi.
Myfílur lækna veikindi í dýrum.
1 tímariti landfræðifélags Bandaríkjanna er skýrt frá því, að
smásæjar myglur, sem vinna bug á hringormum og öðrum skað-
vænum snýkjudýrum í skepnum og éta þau upp, geti orðið
bændum að miklu liði. Að sjá er myglutegund þessi álíka mein-
laus og brauðmygla, en hringormunum er hún ekki síður banvæn
en gleraugnaslangan er okkur.
Það var árið 1888, að þýzkur vísindamaður veitti því athygli,
að mygla réðist á og drap lirfur hringorma. Nú hafa franskir
vísindamenn nýlega skýrt svo frá, að myglur þessar geti haldið
í skefjum bandormum í kindum, sem eru náskildir þeim, er or-
saka sullaveiki í mönnum. Tilraunir benda til þess, að myglutegund
þessi geti unnið á ormum, sem leggjast á kornmat, kartöflur,
ananas og aðrar matjurtir.