Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 80
88
NÁMSSTJÓRI var að heimsækja
skóla í þorpi nokkru, og þegar
hann öllum á óvart var að nálgast
skólahúsið, varð hann var við
hávaða og mikið tal í einni
kennslustofunni. Þótti honum
kveða svo rammt að, að hann
Þyrfti að gripa í taumana. Hann
læddist því inn á ganginn og beið
fáein andartök við hurðina, en
snaraðist svo inn og greip i öxl-
ina á einum af stóru drengjunum,
sem þar að auki virtist tala allra
mest, sveifiaði honum fram fyrir,
enda vel að manni, stillti honum
upp við vegg og sagði með þjósti:
— Til þess að kenna þér að haga
þér almennilega skaltu standa
þarna það sem eftir er tímans og
steinþegja.
Nú var allt orðið hljótt í kennslu-
stofunni, svo að hann hugðist líta
þangað inn aftur, en fór sér samt
að engu óðslega. En þá opnuðust
dyrnar varlega og út kom sýni-
lega einn af litlu drengjunum.
Hann nálgaðist námstjórann var-
lega, bauð góðan dag og sagði svo
mjög kurteislega:
— Getum við ekki fengið kenn-
arann okkar bráðlega aftur?
ÚR VAL
TVE'IR menn hittust í veizlu og
kynntu sig:
— Nafn mitt er Jón Jónsson,
heildsali; niðursuðuvörur, kjöt og
flesk.
Hinn svaraði um hæl: -— Það
gleður mig að kynnast yður og ég
vona að þér heimsækið mig ein-
hvern tíma, nafn mitt er Sigurður
Sigurðsson, fangavörður, vatn og
brauð.
—□
MAÐUR nokkur datt út af
bryggju. Hann drakk mikinn sjó
og var fluttur meðvitundarlaus í
sjúkrahús.
— Við verðum að nota „munn
við munn“ aðferðina, sagði yfir-
hjúkrunarkonan.
Þá opnaði maðurinn annað aug-
að, benti á laglegustu hjúkrunar-
konuna i hópnum og sagði: —
Þessi fyrst.
—n
Hann: Kæra ungfrú! Ég elska
yður.
Hún: En ég er bláfátæk.
Hann: Ég var ekki búinn að
tala út.
Ég átti eftir að segja: Ekki.
Hún: Já, ég hélt það, og þess
vegna var ég að reyna yður, en
ég á 6 milljóna arf eftir hann föð-
ur minn.
Hann: Þér grípið alltaf fram i
fyrir mér, svo að ég get ekki lokið
máli mínu. Ég ætlaði að segja:
ekki vegna auðsins.
Hún: Þá er ég ánægð, þvi að
þetta var bara spaug með milljón-
irnar.