Úrval - 01.08.1962, Page 81
I þjónustu
Regndrottningarinnar
Wálly Mannama er alinn upp og mennt-
aður á nútíma vísu, en hann var lcall-
aður til að vera höfðingi yfir negra-
ættbálld, sem hann á að stjórna
eftir ævafornum venjum.
F ÖLLUM þjóðsögum
Afríkubúa, sem fjalla
um töfra og yfirnáttúr-
lega hluti, eru fáar til-
komumeiri en sagan
um Regndrottninguna. Nýlega fékk
fyrirtæki eitt í Glasgaw — J. & P.
Coats — bréf frá Jóhannesarborg
í Suður-Afríku, og hófst það á
þessa leið:
„Þoð kom fyrir dálítið merkilegt
í síðustu viku ... Við getum verið
stoltir af að tilkynna, að einn af
starfsmönnum okkar hér, Wally
Mannama, var beðinn þess af
drottningu þjóðflokks síns — en
hann er frændi hennar — að taka
við stöðu sem undirforingi hjá
henni. Þetta er mikill heiður, og
þessi staða veitir Wally mikla á-
hrifaaðstöðu. En því miður hefur
hann orðið að segja upp starfi sínu
hjá fyrirtækinu.
Auðvitað þótti þeim herrum
Coats ekki ónýtt að frétta, að
starfsmaður hjá þeim skyldi vera
orðinn undirforingi hjá suðafrísk-
um þjóðflokki og vera frændi Regn-
drottningarinnar.
Wally Mannama er kvæntur og
fimm barna faðir. Þjóðflokkurinn
hans, sem nefnist Balapedi, heldur
sig á afskekktu svæði í norðaustur-
horni Transvaal. Svæði þetta er
nú nefnt Letaba og hefur fengið
staðfestingu á að teljast til Bantu-
héraðsins. Engum Evrópumanni er
leyft að setjast þar að, eða jafn-
—- Úr „The News Reel“, stytt —
89