Úrval - 01.08.1962, Síða 82
90
ÚRVAL
vel verzla, nema með sérstöku
leyfi.
í hinni nýju stöðu sinni er Wally
falið á hendur að hafa eftirlit með
framkvæmd laga og reglna að setja
niður deilur, en ágreiningur á sér
helzt stað varðandi landrými og
brúðargjöld.
Madjadji, frænka hans, drottning
Balopedi-þjóðflokksins, tekur lítinn
virkan þátt í daglegri stjórn á þegn-
um sínum, undirforinginn hennar
fær að sjá um það. En samt hef-
ur hún vissu hlutverki að gegna,
og er það eitthvert það mikilsverð-
asta í þessu heita héraði. Hún er
nefnilega „regngjafinn“ (rain-mak-
er).
Munnmælasagan um Regndrottn-
inguna hefur heillað margan ferða-
manninn í Suður-Afríku, sem og
íbúa landsins, og hér á eftir kem-
ur sagan eins og hún er skrifuð
af fréttaritara einum í Jóhannesar-
borg:
Fyrir um það bil fjórum öldum
síðan höfðu hinir fjölmennu Bantu-
menn í Norður- og Mið-Afríku tek-
ið sér bólfestu á víðáttumiklu Zam-
besi-svæðinu. Þetta voru þjóðflokk-
ar frá vötnunum í miðri álfunni,
dökkir menn og gæfir, einnig far-
andflokkar úr norðri, en brúni húð-
liturinn þeirra benti txl skyldieika
við Araba. Meðal þessa fóiks var
þjóðfiokkur, hvers prestar töluðu
um „land nálægt stóru vötnunum,
sem hafa engan enda“. (Ef til vill
hefur hér verið átt við norðvestur-
strönd Afríku).
Prestar þessir báru bláar perlur
og verndargripi, og var það merki
menningar, sem ef til vill var eldri
en menning Föníkfumanna, — jafn-
vel frá dögum hinnar glötuðu borg-
ar Atlantis. Prestarnir töluðu um
týndan kynflokk, sem væri jafn-
vel hvítari en arabísku þrælarnir
og herjaði á land þeirra. Ekkert
virtist vera eftir til að minna á
menn þessa, annað en munnmælin,
nema þá ef til vill perlurnar. En
var í raun réttri ekki um neitt
annað að ræða?
Þessi þjóðflokkur prestanna með
verndargripina og bláu perlurnar
kallaði sig Bavenda (Fólk heims-
ins), og meðal þeirra var ættbálk-
ur, sem nefndist Balopedi. Yfir
þessum ættbálki réði kona, —
kona, sem var „með ljósa húð,
hvorki hvíta né dökka, en var hvít-
ari én Arabarnir".
Hver var þessi kona? Var hún
kannski dóttir hvítrar, hernuminn-
ar kóngsdóttur hjá týnda fólkinu,
sem átti heima í „landinu nálægt
endalausu vötninum"? Var hún af-
komandi einhverrar konunglegrar
ættar, — eða var faðir hennar bara
portúgalskur ævintýramaður?
Þeim Bantumönnum gafst ekk-
ert næði til að setjast að á Zam-
besisvæðinu. Frá Angola á vestur-