Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 84
92
og breitt um yfirráðasvæði hennar,
og dirfðist einhver að þrjózkast við
boðum hennar, var hann umsvifa-
laust tekinn af lífi.
Naumast getur verið miklum
vafa undirorpið, að það hafi verið
munnmælasagan um Regndrottn-
inguna, sem örvaði ímyndunarafl
H. Rider Haggards, en árin, sem
hann dvaldi á vegum hins opin-
bera í Afríku, þróaðist með hon-
um mikill áhugi á þjóðsögum og
munnmælum þeirra Afríkubúa.
Þegar þessi vinsæli höfundur er
hafður í huga, verður manni á að
spyrja: Hvað gæti góður nútíma-
höfundur ekki gert úr þeim efni-
ÚR VAL
I
viði, sem Wally Mannama færir
okkur upp í hendurnar?
Eftir að hafa starfað um árabil
fyrir fyrirtæki sitt í Suður-Afríku
var Wally Mannama orðinn sam-
gróinn mörgu í þessarri fjarlægu
heimsálfu. Og nú þegar hann er
orðinn hægri hönd drottningar eins
þjóðflokksins þar, hlýtur hann að
fá að kynnast svo um munar hin-
um frumstæðu íbúum. Og starf
hans mun gefa honum innsýn langt
aftur í aldir, þar eð hlutverk hans
er að stjórna þjóðflokknum eftir
lögum, sem eru miklu eldri en þeir
tímar, sem fyrstu sagnir um Afríku
eru ritaðar um.
XXX
Hvernig stendur á nafninu Barónstígur?
ÁRIÐ 1899 lét baróninn á Hvítárvöllum reisa afar stórt fjóst
skammt frá sjónum fyrir neðan Rauðarárland. Fékk Það nafnið
Barónsfjós, og stendur enn. Árið 1903 var ákveðin gata Þaðan
tif suðurs, og var hún kennd við baróninn af Því að fjósið stóð
þarna. ’ — Árni Óla: Skuggsjá Reykjavíkur.
XXX
Nýjar eplategundir í mið-vesturríkjum Bandarfkjanna.
1 Bandaríkjunum eru nú komnar á markaðinn þrjár nýjar
eplategundir, sem búizt er við að gefi góða raun í löndum, Þar
sem loftslag er líkt og í Mið-Vesturrikjum Bandarikjanna. Enn
sem komið er, er uppskeran af Þessum eplum takmörkuð, en
búist er við, að hún aukizt að mun á næstu árum.