Úrval - 01.08.1962, Page 85
Hinn einfaldi leyndardómur
heilsunnar
Eftir 0. A. Battista.
UNNINGI minn einn,
sem er læknir, sagði
einu sinni við mig:
„Til að verða lang-
lífur þarf maður að
reyna talsvert á líkamann og
finna nokkuð oft til svengdar.“
Nú á dögum er offita orðin
mikið vandamál, og sem afleið-
ing af því fara margir eftir ýms-
um mataræðisreglum eða stunda
líkamsæfingar og aðra áreynslu.
Enginn getur mótmælt þvi, að
tækni tuttugustu aldarinnar hef-
ur létt erfiði manna að miklum
mun. Allt stuðlar að þvi að spara
átök og spor. Meira að segja hafa
verið á boðstólum „leikfimitæki“,
sem eiga að halda líkamanum
grönnum, án þess það kosti erf-
iði, sem neinu nemi.
Flest sofum við værum svefni
alla nóttina í þægilegum rúmum
og sitjum i bíl til vinnustaðar-
ins. í flestum tilfellum er vinn-
an létt eða reynir að minnsta
kosti ekki alhliða á líkamann.
Bifreið flytur okkur aftur heim,
og við setjumst fljótlega við
kvöldverðarborðið. Og síðan líð-
ur kvöldið oftast að mestu i hæg-
læti og hvild.
Sú villa er nokkuð algeng, að
menn haldi, að þeir borði meira
en forfeður þeirra gerðu. En
munurinn liggur ekki i þessu,
heldur þvi, að afar okkar og
ömmur höfðu miklu meira fyrir
lífinu. Yfirleitt héldu þau ekki
í mat við sig. Hafið þið nolckru
sinni séð matseðil frá brúðkaupi
eins og þau voru myndarlegust
í gamla daga? Þar voru hitaein-
ingarnar ekki skornar við nögl!
En þess ber að gæta, að á þeim
tima kostaði það oft ekki svo
•— Úr Family Digest, stytt —
93