Úrval - 01.08.1962, Side 87
LEYNDARDÓMUR HEILSUNNAR
95
eftir göngulagi). 100-500 hitaein.
Sund, allt að .... 685 —
Skíðaf., allt að .. 900 —
Fjallg., allt að .. 1000 —
Hjólreiðar, allt að 500 —
Þessi tafla gerir okkur ljóst, að
hver maður með venjulega
líkamsbyggingu ætti að eiga auð-
velt með að koma að minnsta
kosti 600 umfram hitaeiningum
í lóg á degi hverjum með hæfi-
legri aukaáreynslu.
Vellíðan líkamans og heilsa
byggist að verulegu leyti á þvt,
að blóðrásin sé í góðu lagi, —
að blóðið berist nægilega út í
háræðarnar. En háræðarnar eru
svo fíngerðar, að þær eru ekki
alltaf nægilega opnar til að blóð-
ið berist inn í þær, en á það vill
skorta, þegar líkaminn fær ekki
nægilega áreynslu.
En þegar likaminn erfiðar,
bregðast vissar taugar þannig við,
að háræðarnar opnast og veita
móttöku fjörgjafanum mikla, —
blóðinu. Áreynsluleysi fylgir oft
slen, og er það auðskilið mál,
þegar haft er í huga, hversu
blóðið nýtist þá illa.
Gönguferð á degi hverjum, ell-
egar meiri erill á vinnustað eða
heima fyrir, getur gert krafta-
verk á kyrrsetumanninum. Sá
sem tekur upp á að iðka göngu-
ferðir eða líkamsæfingar í þessu
skyni, skyjdi fara hægt af stað,
en smáauka við sig eftir þvi sem
líkamsþrekið segir til um. Á eftir
er tilvalið að fara i bað og nudda
skrokkinn duglega með hand-
klæði. í gönguferðunum ber að
gæta þess að ganga rösklega,
rétta úr bakinu og anda djúpt.
Þess ber einnig vel að gæta,
að hreyfing eða líkamsæfingar,
sem útbeima litla áreynslu, koma
ekki að miklu gagni. Linka
og eftirlátssemi við sjálfan sig
má ekki eiga sér stað. En eftir
hressilega áreynslu er manni
bæði Ijúft og skylt að koma sér
í værð. Það er oft lúmsk ánægja
og svölun fólgin í þvi að hvíla
sig í næði eftir líkamlegt erfiði.
SANNLEIKURINN er margþættur. Eg er aldrei viss um að
hafa höndlað hann fyrr en ég er kominn fimm eða sex sinnum
í mótsögn við sjálfan mig. — John Ruskin.