Úrval - 01.08.1962, Page 88
Dauðinn skríðandi í
Lambarene
Eftir Dr. ALBERT SCHWEITZER.
AMBARENE liggur ör-
stutt fyrir sunnan mið-
baug við ána Ogowe,
hundrað og sjötíu mílur frá mynni
hennar, í nýlendunni Gabun, sem
er hluti hinnar frönsku Mið-Afríku.
Mikill skógur umlykur staðinn.
Svo vítt sem augað sér, er ekki
hægt að greina annað en endalaust
trjáþykkni og árfarvegi. Lambarene
telur ekki marga íbúa. Þar eru
um það bil fjögur hundruð inn-
fæddir og tveir tugir hvítra.
Þótt íbúarnir séu ekki fleiri en
þetta, hefur bærinn sínu mikilvæga
hlutverki að gegna, þvf þar er hér-
aðsstjórinn búsettur, þar er póst-
stofan og útvarpsstöðin, og þar eru
átta verzlunarstaðir (trading posts)
reknar af Evrópumönnum. Lega
bæjarins hefur gert hann að mið-
stöð okume-viðarins, sem hefur
Slöngurnar eru í skóginum,
grasinu og jafnvel i vatn-
inu, og svo ágengar geta
þær orðið, að þær ráðist
upp i bátana.
verið aðalútflutningsvara þeirra
Gabun-manna síðan árið 1909.
Sú ákvörðun mín að reisa sjúkra-
stöð í Lambarene nær aftur til árs-
ins 1905. Kynni mín af trúboðum
frá Alsace í Frakklandi, en þeir
störfuðu í Ogowe-héraðinu í Afríku,
færðu mér sönnur á, hversu sár
læknisskorturinn væri á þessum
slóðum. Að ráði þessara trúboða
valdi ég Lambarene sem aðseturs-
stað, þar eð staður sá er næstum í
miðju héraði, og gnægð er þar af
96
— Úr Wide World —