Úrval - 01.08.1962, Síða 89
DAUÐINN SKRÍÐANDI í LAMBARENE
97
vatni. Vorið 1913 varð svo þessi
fyrirætlan mín að veruleika. 5.
apríl þetta ár kom ég ásamt seinni
konu minni til Lambarene og höfð-
um við meðferðis sjö stóra kassa,
sem höfðu að geyma það nauð-
synlegasta til sjúkrahússhalds.
Fyrst af öllu var að ákveða end-
anlega staðinn fyrir sjúkrahúsið og
dálítið íbúðarhús. Fyrir valinu varð
umráðasvæði franska trúboðsfé-
lagsins í Andende, sem Iiggur á
bakka Ogowe-fljðtsins í um það
bil tveggja og hálfrar mílu fjarlægð
frá Lambarene. Trúboðarnir þama
tóku okkur af hinni mestu vinsemd
og gerðu það sem í þeirra valdi
stóð til að aðstoða okkur.
Á næstu mánuðum risu þama
meðfram ánni skálar úr harðviði,
og var þar séð fyrir skoðunarstofu
læknis, skurðstofu og lyfjagerð. Á
næstu grösum voru reistir stórir
bambuskofar með laufþökum, og
voru þeir ætlaðir innfæddum sjúkl-
ingum.
Þarna var rúm fyrir um það bil
fjörutíu sjúklinga og aðstendendur
þeirra. Sjúklingarnir hér um slóðir
koma nefnilega ekki einir til sjúkra-
hússdvalar, heldur slást í för með
þeim ættingjar eða vinir og bíða
þeir á staðnum þar til sjúklingur-
inn fær heimferðarleyfi. Hvítu
sjúklingunum var búinn staður í
litla húsinu okkar hjónanna og hús-
um trúboðanna.
Þar til í nóvember 1917 áttum við
hjónin við margvíslega erfiðleika
að stríða varðandi sjúkrahússrekst-
urinn af völdum heimsstyrjaldar-
innar fyrri. Eitt af því versta var,
hversu miklar skuldir söfnuðust
fyrir. En í febrúarmánuði 1924
hafði mér tekizt að greiða þessar
skuldir niður eftir að hafa aflað
mér tekna með fyrirlestrahaldi og
orgelhljómleikum víða um heim.
Þrálátur sjúkdómur hafði þó tafið
talsvert fyrir mér.
Á leiðinni aftur til Lambarene
árið 1924 kveið ég dálítið fyrir að-
komunni. Skyldi ekki ailt vera í
niðurníðslu eftir svona Iangan
tíma? Skurðstofu- og ljrfjagerðar-
skálinn voru í sæmilegu ásigkomu-
Iagi, en stóru bamburskofarnir, sem
ætlaðir voru þeim innfæddu, voru
niðurfallnir og orðnir að aðseturs-
stað hænsna, og þar með drógu
þeir að sér blóðþyrsta snáka.
Vegna hættunnar á, að snákar
læðist inn í hús, er það vani hér
að hafa allar dyr sem oftast lokað-
ar. Hér eru hvorki gleraugnaslöng-
ur né skellinöðrur; en aftur á móti
eiturhöggormar. Ein tegundin getur
spýtt eitrinu meira en þrjú fet frá
sér og hefur því hlotið nafnið
„spýtingssnákur“. Eitrið er mein-
laust á heilbrigðri húð, en lendi
það í auga, hlýzt af því bráð bólga.
Þegar ferðazt er á báti, hér um