Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 91
DAUÐINN SKfíÍÐANDI í LAMBARENE
99
samt innbyrt geitina. Þeir svörtu
gerðu sér þá hægt um hönd og
matreiddu slönguna eins og hún
var á sig komin og gerðu sér gott
af.
Hænsnakofar hafa mikið aðdrátt-
arafl fyrir kyrkislöngur og hlé-
barða. Eina nóttina komst kyrki-
slanga inn í hænsnakofann á trú-
boðstöðinni; hafði skriðið inn um
gat á Iaufþakinu og drepið hænsnin
svo að ófagurt var um að litast.
Slangan hafði þanið svo út kviðinn
af þessum kjörrétti sínum, að hún
komst ekki út um raufina aftur,
Morguninn eftir urðu börnin í trú-
boðsskólanum vör við slönguna,
þar sem hún lá undir f jölum í kof-
anum.
Börnin lokuðu dyrunum og hlupu
eftir einhverju til að ráða niður-
lögum slöngunnar með. En áður en
þau komu aftur til kofans, hafði
slangan ælt hænsnunum upp og
komizt aftur út um gatið á þakinu.
Börnin settu í sig kjark og eltu
skepnuna og tókst að drepa haná.
Geitur og sauðfé, sem lokað er í
dilkum, er í mikilli hættu vegna
kyrkislöngunnar, sérstaklega þar
sem vatn er nálægt. Evrópumaður,
sem ég þekkti, átti geitahjörð í
lítilli eyju, sem var í einu vatninu
í Ogoe-héraðinu. Hvað eftir annað
hjó kyrkislangan skörð í bústofn-
inn. Einn morguninn skýrðu blökku
vinnumennirnir honum frá því, að
slanga hefði ráðizt á eina geitina
nálægt læk, dregið hana inn í runna
og skilið hana þar eftir deyjandi.
En það er einmitt gjarnan háttur
kyrkislöngunnar að bíða með að
gæða sér á bráðinni, ef til vill til
a lofa henni að rotna dálítið, svo
hún verði mýkri undir tönn.
Kunningi minn skildi hræið eftir
þar sem hann fann það, en stakk í
háls þess stórum fiskiöngli festum
á vírstreng, og hinn enda strengs-
ins batt hann rammbyggilega utan
um stofninn á pálmatré. Næstu nótt
kom slangan til að gæða sér á
geitinni og byrjaði eins og venju-
Iega á hausnum. Horn dýra eru
slöngum þessum enginn þyrnir í
holdi, því meltingarvökvar þeirra
eru sterkir.
En öngullinn var að sjálfsögðu úr
málmi og því ómeltanlegur. Morg-
uninn eftir kom kunningi minn að
slöngunni, þar sem hún engdist í
grasinu og reyndi árangurslaust að
losa sig frá virnum. Skot í hausinn
batt enda á þjáningar hennar.
Slanga þessi var engin smásmíði,
__ lengdin seytján fet.
1 vatni verða menn líka að gæta
sín á snákunum. Ég veit um tvo
innfædda, sem flúðu undan tveim
grimmum snákum inn í lítinn helli
við vík eina. Snákunum tókst að
reka piltana út úr hellinum, enda
þótt þeir berðu frá sér með ára-
blöðunum sínum. Þeir töldu sig