Úrval - 01.08.1962, Síða 94
102
Ú R VA L
syndum (djinns) en að konan komi
hins vegar syndlaus í heiminn. En
á hverju ári losnar karlmaðurinn
við eina syndina, en konan bætir
hins vegar einni á sig. Þegar aldur-
inn færist yfir, hefur því skipzt
mjög um hjá kynjunum. Karlmað-
urinn er orðinn hreinn eins og snær
Atlasfjalianna, en konan orðin
syndug í meira lagi. Sálfræðingar
eru engir í Marokkó. Þess háttar
„evrópfskir skottulæknar“ eru tald-
ir óþarfir í þjóðfélagi, þar sem hver
og einn veit, hvar hann stendur!
í Marokkó er ekki um kynferð-
islegar syndir að ræða, og líklega er
það skýringin á, hve lítið er um
rómantík og ástríðu. Ög þó . . .
kannski er eitthvað um ástríðu, en
það er áreiðanlega ekkert um bak-
ferli eða leyndar ástir. Konurnar
verða að loka sig sem mest frá
umheiminum; þær ganga með blæj-
ur fyrir andiitunum á götum úti, og
þær mega ekki sýna neitt sjálf-
stæði. En það ber einnig að líta á,
að í Marokkó er mikið um þjóna,
og þar sem þjónar eru, er ekki
skortur á milligöngumönnum.
Evudætrunum hefur lærzt að
samlaga sig sem bezt þeirri erfiðu
aðstöðu, sem þær eru í. Spengilegt
vaxtariag kemur þeim ekki að
neinu gagni, því þær verða að
klæðast fötum, sem hylja líkam-
ann sem mest. En hendurnar og
ökklarnir verða þó að sjást, og þær
leggja rækt við þessa líkamshluta.
Og umfram allt hafa þær djúp og
dökk augu, sem spegla töfrandi
persónuleika.
Ah! Allar þessar þúsundir augna!
Getur nokkur gleymt þeim? Kona
f hvítum serk sezt á hækjur sér
við hvítan vegg og virðist hverfa
inn í vegginn. Einungis stór augun
sjást, en það er eins og þau til-
heyri veggnum og hann sé því lif-
andi.
Heimur karlmannanna hefur líka
sína ókosti. Það er eins og eitthvað
vanti í samræðurnar, en ekki er
gott að skilgreina, hvað það er.
Mýkt? Gázka? Eða þann spenning
og eftirvæntingu, sem er samfara
frjóu og óþvinguðu ímyndunarafli?
Ef hægt er að segja, að þarna sé
þjóðfélag karlmanna, þá má bæta
við, að það einkennist af trúmálum.
Manni dettur fyrst í hug, að íbú-
arnir séu mestmegnis nunnur og
munkar, — reyndar talsvert verald-
legir, en að minnsta kosti með ann-
an fótinn í eilffðinni.
Trúarbók þeirra, Kóraninn, er
víða talsvert torskilinn og fjarlæg-
ur mannlegum viðfangsefnum. Spá-
maðurinn tók við heiminum eins
og hann er og reyndi að koma hon-
um í betra horf með þeim takmark-
aða efnivið, sem Allah færði honum
í hendurnar.
1 Marokkó hjálpa Berbar til að