Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 95
LAND KARLMANNANNA
103
sveipa hlutina dularhjúpi með hjá-
trú sinni. Sú er trú þeirra, að þrír
djinnar séu ævinlega til staðar í
hverju húsi. Sá fyrsti er friðflytj-
andi og situr við arininn, annar sér
um velmegunina og situr á þeim
fyrri. Sá þriðji hjálpar til við heim-
ilisstörfin. Og það eru líka til öfga-
lausar trúarkenningar: Allah sér
um velferð þína, enda þótt hann
hafi mismunandi aðferðir til þess.
Marokkó er land fjölskyldunnar
og ættrækni. Það er alltaf hægt að
reiða sig á frændfóikið, ef í nauð-
irnar rekur.
í höfuðborginni, Tangier, stinga
ljótir skýjakljúfar rnjög f stúf við
látlausan eldri hluta borgarinnar,
og er' þetta táknrænt fyrir landið
í heild. Marokkómenn eru frjálsir,
og ganga nú í gegn um mikla
reynslu. Spámaðurinn, sá gamii
stjórnvitringur, mundi hafa gert sér
ijósa grein fyrir vandamálunum,
— að það þarf lagni til að sam-
ræma skýjakijúfana cg gömlu sölu-
bifreiðar, hávaðann í traktorunum
torgin, kamelúifaldana og nýtízku
og kyrrð arabiskra nátta; og síðast
en ekki sízt þarf að koma konunum
með biæjurnar í snertingu við lýð-
ræðið — og Dior.
Próðleiksmolar.
ÞEGAR stríð skellur á, er það regla, að sjálfsmorðum fækkar
um rösklega þriðjung. Aðalorsökin er talin vera sú, að æsing-
urinrt og baráttuviljinn eyða þunglyndi og hugarvíli, sem leggst
á margt fólk á friðartímum.
ÞRÁTT fyrir há fjöll og mikil hafdjúp er yfirborð jarðar
furðulega slétt. E'f jörðin væri minnkuð svo, að hún væri aðeins
30 cm í þvermál, mundi hún vera sléttari en kúla úr keiluspili.
EFTIR könnun á framburði manna, sem gefa lýsingar á fólki,
er það hefur séð í svip, svo sem þegar iýst er afbrotamönnum,
virðist vera um að ræða furðuiega samkvæmni í fráviki frá
hinu rétta. Langflestir gera þann, sem þeir reyna að lýsa, eldri
og hærri en hann er. Meðalviðbótin í þessu efni, þegar athugaðir
voru 20 þús. framburðir, virtist vera 8 ár og 10—12 cm.