Úrval - 01.08.1962, Page 97
HVÍLIR BÖLVUN YFIR KONUNGSGRÖF?
105
Tíu vikum seinna fleygði fað-
ir hans, Westbury lávarður, sér
út um glugga á einkabústað sin-
um í St. James Court og beið
bana. Eftir sig skildi hann að-
eins bréfmiða með orðsendingu,
sem Scotland Yard gat með engu
móti skýrt, svo að viðhlitandi
þætti:
„Ég get alls ekki þolað meiri
Ískelfingar."
En svo bar við í Kairó, að Sir
Lee Stack, brezki landsstjórinn í
Egyptalandi, var drepinn með
sprengju, sem egypzkur and-
stæðingur brezkra valda í land-
inu, varpaði að honum, þegar
liann var í ökuferð í opnum
vagni undir gæzlu hersveita.
Hvað olli dauða þessara
manna og annarra slíkra á mjög
mismunandi stöðum í heimin-
um? Voru þar að verlci einhver
banvæn áhrif, sem tengja öll
þessi atvik saman í furðulega
sögu? Enda þótt vísindalega
Mörg undarleg og óskiljan-
leg mannslát eru talin hafa
ágerzt í sambandi viö upp-
gröftinn og könnunina á
gröf Tut-ankh-Amens hins
forna faraós í Egyptalandi.
sinnaðir menn skopist að hug-
myndinni um hin duldu öfl,
verður þvi ekki neitað, að allir
þessir menn, áttu beint eða
óbeint þátt í að opna gröf Tut-
ankh-Amen, hins fræga egypzka
faraó.
Getur bölvunin borizt til nú-
tímans gegnum 31 öld til þess
að færa dauða og eyðileggingu
yfir þá, sem þorðu að hrófla við
ankh-Amens, hins fræga egypzka
konungs? Sannarlega hafa dálka-
höfundar sunnudagsblaðanna í
heiminum fléttað saman þætti