Úrval - 01.08.1962, Page 98
106
ÚRVAL
þessarar sögu með kostgæfilegri
athugun og ríku imyndunarafli.
En handan við alla imyndun og
ágizkanir ris sú staðreynd, að
margir þeirra manna, sem
opinberlega skopuðust mest að
kenningunni um bölvun, er
hvildi yfir hinum egypzku kon-
ungagröfum, hurfu sjálfir úr tölu
lifenda með næsta undarlegum
hætti. Aðrir létust af sjúkleika,
er læknum var ómögulegt að
greina.
Hin undarlega saga um „bölv-
unina, er hvíldi yfir gröf Tut-
ankh-Amens“ hefst 1922 i hin-
um molluheita Konungadal í
Egyptaiandi. Þar hafði brezkur
fornleifaleiðangur undir forustu
Howard Carter, kostaður af
Carnarvon lávarði, fundið og
grafið upp grafhýsi Tut-ankh-
Amens.
Fregnin um fundinn barst óð-
fluga út, og menn þyrptust þús-
undum saman til Luxor til þess
að sjá liina fornu dýrð. En gröf-
ina átti ekki að opna, fyrr en
sjálfur Carnarvon lávarður væri
kominn frá Englandi.
Hinn fámenni hópur, sem vera
átti viðstaddur opnun grafarinn-
ar, læddist niður hin sextán
þrep. Tnniendir verkamenn hófu
að hreinsa á brott lausagrjót, er
safnazt hafði saman framan við
innganginn í forherbergið. Það
gætti nokkurrar eftirvæntingar
meðal áhorfenda, þvi að þeir
voru óneitanlega í þann veginn
að stíga inn i heim, sem ekki
hafði verið opinn mannlegu auga
í 31 öld. Hvað bjó hinum megin
við þessar dyr?
Eftir að búið var að fjarlægja
allt lausagrjót úr ganginum,
gerði Carter sjálfur litla rifu í
hina skrautlegu hurð og gæg'ð-
ist inn í myrkur fornaldarinn-
ar. Hann sá ekkert fyrst, og jafn-
vel kertaijós gat ekki lýst um
þennan dökka heim.
En smátt og smátt urðu augu
hans vön myrkrinu og hann tók
að greina undarleg iíkneski og'
myndir af dýrum innlagðar með
fílaheini og gulum málmi. Alls
staðar glytti í gull. En er þeir
tóku hurðina frá til þess að
ganga inn, fann Carter iil þess,
og viðurkenndi það, að kæmi á
hann undarlegt hik og nokkur
löngun til að snúa við. En hann
hristi af sér þessa tilfinningu
og hélt inn í grafhýsið, fullur
undrunar og eftirvæntingar.
Er búið var að kanna forher-
bcrgið, fundu menn, að múmian
sjálf var þar ekki. Hún hlaut
að vera fólgin í öðru herbergi,
bak við innsiglaðar dyr. En með
það fyrir augum að koma í veg
fyrir skemmdir og rán á hinum
dýrmætu forngripum í forher-
berginu, var fastráðið að fresta
frekari könnun innar í gröfinni,