Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 99
IIVÍLIR BÖLVUN YFIR KONUNGSGRÖF?
107
unz húið væri a<5 flytja þá brott
í örugga geymslu.
Svo var það tiu vikum seinna,
að fornleifakönnuðir og gestir
þeirra, þar á meðal nokkrir
háttsettir Egyptar, stóðu öðru
sinni í forherberginu og biðu
þess eftirvæntingarfullir, að
verkamenn brytu niður vegg-
inn, sem skildi þá frá hinum
forna heimi múmiunnar. Sama
óeirðin lá i loftinu. Sama spurn-
ingin flaug í gegnum huga
manna: Hvað mundu þeir finna?
En samt var Carnarvon lávarð-
ur með spaugsyrði á vörunum.
Arthur E. P. Weigall, víðkunn-
ur Egyptalandsfræðingur, sem
þarna var viðstaddur, skaut þá
að félaga sinum eftirfarandi orð-
um:
„Ef hann heldur svona áfram,
þá á hann varla sex vikur ólif-
aðar.“
Seinna gat Weigall enga skýr-
ingu gefið á þessum orðum sín-
um, sagðist bara þessa stund-
ina liafa verið gripinn kynlegri
og óttablandinni undrunartil-
finningu.
Innri salurinn vaf langur og
mjór, að mörgu leyti endurtekn-
ing á ytri salnum, en alll miklu
skrautlegra og íburðarmeira.
Hér voru stórkostleg alabasturs-
ker. líkneski úr skíra gulli, gullið
skrín greypt demöntum, tiu dul-
magnaðar árar, sem voru til
þess að róa hinum framliðna
faraó yfir sjói undirheimanna.
Handan við tvöfaldar hurðir
lá svo kista Tut-ankh-Amens með
múmíunni. Og þar með var það
fundið, sem leitað hafði verið
árum saman og miklu kostað til
i fé og mannafla.
Loftið inni i langa herberg-
inu virtist þyngra og mönnun-
um varð þyngra um andardrátt.
Jafnvel hinir arabísku verka-
menn skynjuðu mikilvægi þess-
arar stundar og urðu þögulir.
Carter losaði fremri hurðina
að sjálfu grafherberginu, en lét
innri hurðirnar, sem voru inn-
siglaðar eiga sig.
Seinna skrifaði hann:
„Ég liygg, að á þeirri stundu
langaði okkur ekki til að brjóta
innsiglið, því að okkur fannst
sterklegað, að við værum að
brjótast inn.“
Þess vegna lokaði hann aftur
ytri dyrunum. Þarna var hann
alveg að því kominn að gera
stórkostlega fornleifafræðilega
uppg'Í|vun. Og hvað var það,
sem stöðvaði hann? Hafði sama
undarlega tilfinningin, sem
greip hann, þegar hann var við
útidyrnar í fyrstu, lagzt að hon-
um aftur af meira afli? Eða
voru þarna einhver önnur áhrif
í þungu, heitu lofti grafhýsis-
ins?
Hvað sem það var, þá var