Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 101
HVÍLIfí BÖLVUN YFIfí KONUNGSGfíöF?
109
Mikil athygli var veitt frá-
falli Albert M. Lynthgoe fyrr-
verandi forstöðumanns Metro-
politan listasafnsins í New York.
Hann hafði verið viðstaddur
hæði opnun ytri herbergjanna
og grafklefans. Þegar hann veikt-
ist og var fluttur í skyndi á
sjúkrahús, fékkst ekki orð út
úr læknum hans eða konu hans
um, hvað að honum gengi.
Seinna réðist svo Herbert E.
Winlock, forstjóri listasafnsins,
sem sjálfur hafði verið i tengsl-
um við könnunarstarfið, meðan
það var á byrjunarstigi, harka-
lega á kenninguna um „bölvun
yfir gröfinni“, og sagði, að hinn
gamli starfsma,ður sinn hefði
látizt úr kransæðakölkun. Samt
má finna það í skýrslum lækna,
að þeir hefðu ekki getað greint
banamein Lynthgoe.
Tvö undarleg mannslát enn
voru fráfall þeirra Sir Archibald
Douglas Reid og Frederick Ral-
aigh, sem báðir voru röntgen-
sérfræðingar. Hvorugur kom
nokkru sinni í konungadalinn,
en viss tengsli höfðu þeir þó
við hinn látna faraó. Þeir höfðu
tekið að sér að rannsaka múmi-
una sjálfa. Effir að Reid hafði
fallizt á að inna þetta starf af
hendi, rétt áður en hann lagði
af stað í Egyptalandsferðina,
veiktist hann og dó. Sömu sögu
er af Ralaigh að segja.
Á liðnum áratugum hafa kom-
ið fram ýmsar skýringartilraun-
ir á þeirri undarlegu staðreynd,
hve margir menn létust eftir að
hafa komið í grafhýsið. Tvær
skýringar er aðallega um að
ræða:
Fyrst skal nefna þá skýringu,
að hinir fornu Egyptar, sem voru
auðvitað vel vitandi um það,
hversu mikil auðæfi þeir grófu
með konungum sínum, hefðu til
þess að hindra grafarrán skilið
eftir í gröfunum hluti, sem eitur
hafði verið borið á með ein-
hverjum hætti. Þessi skýring
styðst m. a. við sögusagnir um
það, að sumir grafarræningjar
hafi látizt á dularfullan hátt, en
aðrir sloppið alveg.
Önnur skýring er aðallega
borin fram af dr. J. O. Kinna-
man, amerískum lækni, sem
kom í grafhýsið. Grafhýsið var
stráð eiturdufti. Þeir, sem önd-
uðu þvi að sér, létust, aðrir
sluppu.
Gegn þessari kenningu hefur
verið á það bent, að loftið i mú-
míuklefanum hafi verið prófað
og reynzt hreint. Dr. Kinnaman
veiktist skömmu eftir að hann
lcom í grafhýsið og virtist vera
með lungnabólgu, en venjuleg
ráð gegn þeim sjúkdómi virtust
reynast illa og hann náði sér
seint.