Úrval - 01.08.1962, Page 102
110
ÚRVAL
Vísindamönnum fellur ekki
við þá kenningu, að einhver
liulinn kraftur geti náð til nú-
tímans gegnum aldirnar og orð-
ið mönnum að bana. Það kalla
þeir hégiljur einar. En þrátt
fyrir allt grinið, sem hefur ver-
ið gert að kenningunni um
„bölvun yfir gröf Tut-ankh-
Amens“, standa þær staðreyndir
óhaggaðar, að fjöldi þeirra
manna, sem nálægt opnun graf-
hýsisins komu, létust skyndilega
með kynlegum hætti.
r
V.
Vandaðu mál þitt
HÉR fara á eftir 10 íslenzk orð-
tök. Merkingu þeirra er að finna
í einhverju þeirra orðasambanda,
sem á eftir fara. E’f þú finnur rétta
merkingu 9—10 orðtaka, ert þú
að líkindum mjög fróöur um móð-
urmál þitt og fróöur, ef þú hefur
7—8 orðtök rétt. En ef þú þekkir
færri en 5, ert Þú fáfróöur.
1. Kasta úr kláfunum: Segja fyr-
ir verkum; hella úr skálum
reiði sinnar; eignast afkvsemi.
2. Reka lestina: Verða síðastur;
hrinda einhverju í fram-
kvæmd; bera sig vel.
3. Mata krókinn: Gera einhverj-
um skráveifu; hagnast (fjár-
hagslega); láta ginnast.
4. Falla fyrir ofurborö: Falla í
freistni; stofna sér í hættu;
hniga niður af þreytu.
5. Hafa silaráöiö: Hafa öll ráð-
in í sínum höndum; vera seinn
til úrræða; þiggja ráð, sem
illa gefst.
6. Vera á árum einhvers: Tefja
fyrir einhverjum; vera skjól-
stæðingur einhvers; taka mál-
stað einhvers.
7. Vefa meö böggum hildar:
Vera birgur af einhverju; bíða
lægra hlut; vera kvíðinn.
8. Ganga í berg viö einhvern:
Hjálpa einhverjum; forðast
einhvern; svíkja einhvern.
9. Vera á flœöiskeri staddur:
Vera óhultur; eiga annríkt,
vera í klípu.
10. Draga um garö: Skara fram
úr; sneiða hjá einhverju; van-
rækja eitthvað.
Lausn á bls. 126.