Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 104
112
ÚRVAL
FYRIR um 30 árum kom bóndi
nokkur til Reykjavíkur að nýaf-
stöðnum alÞingiskosningum. Hann
fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál-
um. Hann var greindur vel og
fylgdist af áhuga með þjóðmálum.
Hjá honum var systir hans til
heimilis, einnig vel viti borin og
fylgdist vel með málum, sem á
dagskrá voru. Br I borgina kom
hitti bóndi bráðlega skoðanabróð-
ur sinn, sem þurfti um margt að
spyrja úr sveitinni, einkum um
kjörsókn og fleira, er að því laut.
Brátt kom að því, að hann spyrði
bónda, hvort systir hans hefði ekki
farið að kjósa, en bóndi kvað nei
við. Kaupstaðarbúi varð Þá æfur,
og kvaðst ekkert skilja í þeirri
bölvaðri vitieysu og áhugaleysi hjá
fólki, að hitja heima við kosningar.
— Ég lét hana ekki fara, kvað
þá bóndi, vissi, að hún mundi kjósa
Jónas.
Þá varð kaupstaðarbúi eitt gleði-
bros, skellti á lær sér og sagði:
— Alveg rétt! — J. Ö.
PÉTUR OG PÁLL voru nábúar.
Pétur átti unga og laglega konu
og sögðu sumir, að kært væri
mjög með henni og Páli, og fullyrt
var, að hann ætti eitt barnið.
Eitt sinn þurfti Pétur að skreppa
til Reykjavíkur og Páll einnig, en
það varð úr, að hann fór hvergi,
heldur tók Pétur að sér að útrétta
það, sem Páll þurfti að gera.
Maður nokkur heyrði þetta og
varð þá að orði:
— Það fer vel á því, að Pétur
skuli ætla að útrétta fyrir Pál.
Páll reynir þá efalaust að innrétta
fyrir hann á meðan. -— R. G.
NÁMSSTJÓRI var að hlusta á
kennslu í barnaskóla og loks ætlar
hann að prófa börnin dálítið sjálf-
ur. Þetta var landafræðikennsla.
Hann tekur jarðlíkanið á borðinu
og spyr:
— Hvers vegna er hnötturinn
flatur við heimskautin?
Steinhljóð.
Hann spyr aftur nokkuð byrst-
ur, en þá gefur kennarinn sig fram
stokkrjóður upp í hársrætur og
segir:
— Hnötturinn var svona við
heimskautin, þegar ég keypti hann.
— R. G.