Úrval - 01.08.1962, Side 108
116
ÚRVAL
hugsa til þess arna, en þó má vera,
að sannleikurinn sé bitrari en
þetta, — að engan langaði til að
stíga fyrsta skrefið út í geiminn,
ef hann vissi, hvað næstu aldaraðir
geyma í skauti sínu. En fyrstu
skrefin hafa þegar verið stigin, og
mannshugurinn snýr aldrei til baka.
Með geimrannsóknum erum við
nútímamenn að skapa mikil ör-
lög, — mannkynssagan fær sína
mótun á Canaveral-höfða og Kapu-
stin Yar. Engin önnur kynslóð hef-
ur fengið í hendurnar jafnmikinn
mátt og ábyrgð. Við höfum á valdi
okkar, hvort nýtt Endurreisnar-
tímabil hefst eða við gerum jarð-
lífið að óskapnaði.
Við eigum völina, og við meg-
um ekki bíða lengi með að ákveða
okkur. Ef þroski vitsmuna okkar
er ekki í samræmi við vísindaár-
angurinn, er hætt við, að illa fari.
Hvernig verða hlutir ósýniiegir?
1 ALGE?RU MYRKRI eru allir hlutir ósýnilegir, eins og áður
hefur verið drepið á, en geta hlutir nokkru sinni orðið ósýni-
legir í birtu. 1 þjóðsögum er fátt ákjósanlegra en geta brugðið
yfir sig hulishjálmi, gert sig ósýnilegan um stund. Til þess þurfti
ekki nema litla steinvölu, ef hún var nógu sterkrar náttúru.
Vísindin hafa ekki enn fundið slikan óskastein. Tvær leiðir eru
hugsanlegar til að gera hlut ósýnilegan. Önnur er sú, að láta hann
hleypa öllu því ljósi, er á hann fellur, gegmum sig. Hin er, að
hann drekki það allt í sig. 1 hvorugt skiptið kæmi nokkurt ljós
frá þessum hlut. En slíkir hlutir eru ekki á hverju strái. Að
vísu hefur það stundum komið fyrir, að menn hafi ætlað að
ganga í gegnum glerrúðu, af því að þeir sáu hana ekki, en gler
er þó ekki algerlega gagnsætt. 1 fyrsta lagi endurkastast hluti
af ljósinu frá yfirborði glersi'ns, að vísu aðeins litill hluti, en þó
eitthvað. í öðru lagi drekkur gler ljós í sig, það er ekki mikið
en sést þó greinilega, ef glerið er þykkt. Framleidd hafa verið
plastefni, er drekka í sig minna Ijós en gier gerir og eru því næd
fullkomnu gagnsæi, en ná því ekki heldur. En þótt örðugt sé
að ná fullkomnu gagnsæi, eru menn þó enn fjær því að hafa
fundið hluti, sem sjúga allt Ijós í sig, sem á þá feliur, því svart-
ara og mattara, sem yfirborð hluta er, þeim mun minna ljósi
endurkasta þeir, en sérhvert yfirborð endurkastar þó einhverjum
hluta þess ljóss, sem á Þá fellur.
— Hvers vegna — vegna þess.