Úrval - 01.08.1962, Síða 111
HJÓNABANDSMIÐL UN
119
fljótlega litla bíla. Þetta gerir þær
hagsýnar og vel heima í verald-
legum efnum. Þær kunna vel og
snyrtilega að klæða sig á ódýran
máta, og heimilishald verður sér-
grein þeirra. Þær mundu skammast
sín fyrir að segja, að þær kynnu
ekki einu sinni að sjóða egg.
Enda þótt nútímastúlkan kjósi
helzt traustan eiginmann, má hann
ekki vera of einhæfur eða laus við
öll áhugamál. En áhugamálin mega
ekki verða að aðalatriði, og konan
verður helzt að geta tekið þátt í
þeim líka.
Tökum til dæmis stúlku, sem
kynnist þrem karlmönnum, en get-
ur ekki fellt sig við neinn af þeim.
I fyrstunni getur hún ekki gert
sinni, en loks kveður hún upp með
sér vel grein fyrir þessarri afstöðu
það og segir: „Það vantar í þá
neistann!“ En undir eins og hún
hefur látið þetta út úr sér veit ég,
að hún er að leita eftir ástinni. Að
meðaltali finna viðskiptavinir mínir
hana í fimmtu tilraun. En auðvitað
getur Amor lagt ör á streng óvænt
og fljótt. Eitt parið sendi mér til
dæmis eftirfarandi símskeyti: „Við
kynntumst í matartímanum og á-
kváðum að verða hjón í kaffitím-
anum“.
Já, sá sem hefur hjúskaparmiðl-
un með höndum, kynnist ýmsu
skemmtilegu og óvæntu. Maður
veit aldrei, hvar hamingjan ber að
dyrum næst.
Skorkvikindi eða annað?
FYRIRSÆTA i Houston í Bandaríkjunum, sem var ákaflega
hrædd við öll skorkvikindi, uppgötvaði einn daginn hræðilegt,
margfætt svart kvikindi á baðgólfinu hjá sér. Hún hafði hug-
rekki til að gera út af við það með skónum sínum, en leit þó
til hliðar á meðan. Loks herti hún sig upp og leit á dýrið. En
Þá uppgötvaði hún, að hún hafði tekið af lífi ræmu af ofsadýrum
gerviaugnhárum. —- Houston Chronicle.
VANDAMÁL eru verðlaun framfaranna. Boðaðu mér aðeins
erfiðleika. Góðar fréttir gera mig veikari.
•—• Charles F. Kettering.