Úrval - 01.08.1962, Page 113
HVAÐA GAGN ER AÐ LOFTTÆMISFRÆÐI?
121
sem efalaust á eftir að valda stór-
kostlegum umbótum af ýmsu tagi,
svo ekki sé meira sagt.
Sem dæmi um gagnsemi þessar-
ar kunnáttu má nefna, að á sein-
ustu árum hefur ending sjónvarps-
lampa verið fjórfölduð vegna ný-
fenginnar kunnáttu og tækja til að
tæma þá lofti miklum mun betur
en áður var unnt. Þessar stórbættu
aðferðir til lofttæmingar eru einnig
grundvöllur þess, að nú er hafin
framleiðsla í stórum stíl á uppleys-
anlegu dufti, unnu úr ávaxtasafa,
kaffidufti (sem hér á landi er oft
kallað „neskaffi", nafnið dregið af
heiti annarrar tegundarinnar),
penicillindufti og dufti unnu úr
ýmsum öðrum bakterfudrepandi
efnum, blóðplasmadufti, að ekki sé
minnzt á frábæran árangur við
vinnslu A og E vítamína úr lýsi
og jurtaolíum.
Þá má nefna, að smíði hinna
margvíslegu og margbrotnu tækja
kjarnvísindanna hefði verið, og
væri óhugsanleg án þessara miklu
framfara í lofttómsfræðum, — sem
vissulega eru ein fyrir sig heii vís-
indagrein, — sama er að segja um
ratsjár (radar) og mörg önnur slík
undratæki. — Aðferðir til æ full-
komnari lofttæmingar taka svo ör-
um framförum, að jafnvel sérfræð-
ingar í þeirri grein geta litla grein
gert sér fyrir hvers vænta má, á
þessu sviði, í nánustu framtíð.
En við hvað er þá átt, þegar tal-
að er um lofttæmt rúm?
Á máli gömlu heimspekinganna
þýddi það algert tómarúm, tengt
tilvist öreinda (atóma) á einhvern
dularfullan máta. Þegar við hins
vegar tölum um lofttæmt rúm, þá
meinum við rúm, þar sem svo fáar
sameindir (mólekúl) eru eftir, að
þrátt fyrir stöðuga hreyfingu
þeirra rekast þær ekki saman nema
rétt endrum og eins.
í reyndinni mun það vera svo, að
fyrir einum 2300 árum tók menn-
ingin lofttæmingu rúms í þjónustu
sína. Það var þegar menn lærðu að
dæla vatni upp úr brunni með sog-
dælu. Skýring þeirra tíma manna á
verkum slíkrar dælu var þessi:
„Lofttómt rúm er andstætt náttúr-
unni. Þegar bullan er dregin upp
fylgir vatnið henni eftir, því að
annars mundi lofttómt rúm mynd-
ast.“
Loftdæla, áhaldið, sem notað er
til lofttæmingar, vinnur þannig, að
út úr lokuðum geymi sópar hún
sameindunum jafnt og þétt, unz
færri og færri verða eftir. Einfald-
asta og frægasta sönnun um tilvist
lofttóms rúms er án efa tilraun
eins af lærisveinum Galíleos, Ev-
angelista Torricellis. Hann fyllti
langa og mjóa glerpípu með kvika-
silfri ,hélt fingri fyrir annan end-
ann og stakk hinum niður í ker
fyllt kvikasilfri. Kvikasilfrið í píp-
unni seig og milli efra borðs þess