Úrval - 01.08.1962, Side 116
124
UR VAL
rúmi“, þeim mun fastar knýr á
þörfin fyrir stálblendinga með sér-
stökum eiginleikum.
Lofttæmismálmvinnsla er leiðin
til að framleiða hreinna stál og
málma yfirleitt. Með þessháttar
vinnslu málma verða þeir hæfir til
notkunar í hylki og geyma, sem
umlykja lofttæmd rúm, því að ekki
er hætta á að úr hylkisveggjun-
um seytli inn sameindir og eyði-
leggi þannig lofttómið innifyrir, en
slík hylki úr málmi unnin á venju-
legan hátt innihalda mikið af inni-
byrgðum loftbólum, og sameindir
seytla úr þeim hægt en stöðugt.
Fleiri tonn af stáli, bræddu í loft-
tæmi og hver einasta loftbóla
hreinsuð burt, hafa verið notuð til
að smíða úr burðarlegur, og þær
þola 300 prósent meira álag en þær
eldri. Málmblöndur þær, sem not-
aðar verða í þotur og geimför fram-
tíðarinnar, verður einungis hægt
að búa til í lofttæmdu rúmi.
Reynslan hefur sýnt að túrbínu-
blöð í þotuhreyflum endast fjórum
sinnum lengur, sé málmblandan í
þau brædd í lofttæmi, að sjálf-
sögðu miðað við að blandan sé
annars sú sama. Þetta þýðir, að
hreyflana þarf sjaidnar að taka til
skoðunar, og ekki þarf að binda
jafn mikið efni og áður í vara-
hlutum og heilum hreyflum, sem
jafnan þurfa að vera til taks til
vara.
Við framleiðslu ýmiss konar ör-
þunnra málmþynna — allt frá alú-
míníum „pappírnum“, eins og hús-
mæður nefna þann þarfa hlut, til
fíngerðustu hluta úra og allskyns
skartgripa — þarf að nota valtara
eða kefli, sem hægt er að stilla
bilið milli með mestu nákvæmni.
En það er ekki nóg, að bilið sé
rétt, keflin sjálf verða að vera svo
rennislétt sem frekast er kostur,
annars fæst ekki sú eggslétta og
hárfxna áferð á málmþynnurnar
sem krafizt er. Þar hefur líka
reyndin orðið sú, að langbeztu
keflin eru smíðuð úr málmi unn-
um eftir lofttæmisaðferðinni.
Leyfum við okkur að skyggnast
lítið eitt fram í tímann, hlýtur okk-
ur að fljúga í hug, hvort lofttæmis-
málmblöndur muni ekki eiga eftir
að valda byltingu í notkun túrbínu-
véla í járnbrautum og bílum. Verk-
fræðingar þessarar aldar rafeinda-
tækni eru þegar farnir að gera
framtíðaráætlanir með tilliti tii
þess tíma, er þeir munu fá í hend-
ur endingarbetri lottæmdar pípur
en þeir eiga nú völ á, pípur búnar
til úr málmum, gjörhreinsuðum í
lofttæmdu rúmi.
Heimilisfeður geta glatt sig við
tilhugsunina um endingarbetri
ljósaperur, enn betri útvarps- og
sjónvarpsviðtæki, að ekki sé túr-
bínubílnum gleymt. Ekki er samt
trúlegt að iðnaðurinn hagnist öll-
um öðrum fremur, þegar almennt
verður farið að nota miklu ending-