Úrval - 01.08.1962, Page 118
U R VA L
126
Hann er settur saman af 288 flöt-
um stálstykkjum, sem hvert um
sig er j'fir tvo og hálfan metra á
hæð og breidd og nær sex tonn
á þyngd. Þvermál segulsins er ná-
lega tuttugu metrar og alls vegur
hann yfir 2200 tonn.
Milli skauta segulsrisans er kom-
ið fyrir lofttæmdu hólfi, og þaðan
er þessum ,,geimgeislum“, búnum
til af mönnum, skotið.
Þegar rætt er um tæki, sem þró-
unin í lofttæmisaðferðum, hefur
gerí kleift að smíða, þá má ekki
gleyma lofttæmis-frystitækinu, sem
ætlað var til að breyta sjó í
drykkjarvatn, í Israel. Það var
vísindamaðurinn Alexander Zor-
chin, sem uppgötvaði, hvernig salt-
vatni yrði breytt f ferskt vatn,
með því að beita sérstakri aðferð
við frystingu í lofttómu rúmi.
Fyrsta tæki þessarar tegundar hef-
ur nú verið smíðað, og verkið var
unnið hjá Fairbanks, Morse &
Company — í Bandaríkjunum.
Hvers má annars vænta í sam-
bandi við þetta „fjórða form efn-
isins“? Sérfræðingar voga að spá
um það stöku sinnum. Svo mikið
er víst, að um þessar mundir er
býsna mikið umstang með þetta
„ekkert“ — sem sé lofttæmt rúm
— umstang sem beinist að meiri
og betri framleiðslu og e.t.v. nokkr-
um breytingum á afkomu og lífs-
háttum manna.
R. E. Frazar, hjá fyrirtækinu
Pacific Universal Products, lætur
hafa eftir sér að lofttæmt rúm sé
tekið til hagnýtingar á einhverju
sviði næstum því daglega, jafnvel
þeirra hluta, þar sem enginn gat
látið sér til hugar koma fyrir
skemmstu, að hafa mætti af því
nokkurt gagn.
Fyrrverandi aðstoðarfram-
kvæmdastjóri rannsóknarstofnun-
ar General Electric orðar álit sitt
á gildi lofttæmisfræðinnar á þessa
leið: „Lofttæmisverkfræðingar, og
iðnfræðingar í þeirri grein, taka
sér nú stöðu í iðnaðinum við hlið
annarra verkfræðinga og iðnfræð-
inga, sem þar voru fyrir með sína
kunnáttu á öðrum sviðum."
VANDAÐU MÁL ÞITT.
LAUSN.
1. Eignast afkvæmi.
2. Verða síðastur.
3. Hagnast (fjárhagslega).
4. Hníga niður af þreytu.
5. Hafa öll ráðin í sínum hönd-
um.
6. Vera skjólstæðingur einhvers.
7. Vera kvíðinn.
8. Hjálpa einhverjum.
9. Vera í klípu.
10. Skara fram úr.