Úrval - 01.08.1962, Page 119
Fiskaeldi,
ný atvinnugrein á íslandi
Eftir Þór Guðjónsson.
IÐ lifum á tímum örrar
þróunar. Svo að segja
daglega koma fram
nýjungar á ýmsum svið-
um atvinnulífsins. Ef
við íslendingar ætlum okkur í
framtíðinni að vera efnalega
sjálfstæðir og lifa menningar-
lífi í landi okkar, er okkur
nauðsynlegt að fylgjast með nýj-
ungunum, þegar Jjær koma fram,
og hagnýta þær i framleiðslu
okkar. Ekki hvað sízt verðum
við að hafa vakandi auga með
þeim nýjungum, sem leitt geta
til nýbreytni í atvinnumálum
okkar og skapa aðstöðu til þess
að taka upp nýjar framleiðslu-
greinar.
Ný atvinnugrein, sem unnið er
við að koma á fót hér á landi, er
laxfiskaeldi. Geysimiklar fram-
farir í laxfiskaeldi erlendis, svo
og fjárhagsleg þróun síðasta
hálfan annan áratuginn, hefur
aukið möguleika olckar á að gera
jjessa atvinnugrein arðvænlega.
Sjálfsagt er að notfæra sér þær
sérstöku aðstæður, sem eru hér
á landi til laxaeldis. Laxveiði
í sjó er bönnuð við ísland, og
skapar það möguleika fyrir
þann, sem sleppir laxi af göngu-
stærð i á eða lætur hann ganga
út úr laxabúi, að njóta ávaxta
iðju sinnar, þar sem laxinn full-
þroska mun koma þangað, sem
honum var sleppt, án þess að
óviðkomandi aðilar taki þar
stóran toll af á göngulejðum
hans i sjónum. Slikur „tollur“
nemur í Noregi 85% af lsví, sem
kemur aftur fullþroska af seið-
unum, sem sleppt er, en þar,
— Úr Veiðimanninum —
127