Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 120
128
ÚRVAL
eins og í öðrum Evrópulöndum,
fer mestur hluti laxveiða fram
í sjó.
Við uppbyggingu á nýrri at-
vinnugrein er nauðsynlegt að
leysa af kostgæfni vandamál,
sem á vegi verða, því að mikils-
vert er, að vel taldst til. Styðj-
ast verður annars vegar við er-
lenda reynslu og hins vegar
verður að taka tillit til íslenzkra
aðstæðna. Nauðsynlegt er að
ætla sér tíma við uppbygging-
una og forðast flaustur. Um
reynslu á sviði fiskeldis, sem
sækja verður til annarra landa,
væri fróðlegt að ræða ýtarlega,
en hér verður ekki rúm til þess.
Að þessu sinni verður að láta
nægja að skýra frá nokkrum at-
hyglisverðum atriðum fiskeldis,
sem fram liafa komið i Banda-
ríkjunum. Síðan mun greint frá
undirbúningi, sem nú er unnið
að hér á landi á vegum ríkisins,
undir að koma laxfiskaeldi á
traustan grundvöll og stuðla að
framförum á því sviði.
Fiskeldi og fiskrækt í
Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn standa mjög
framarlega í fiskrækt og eldi
laxfiska. Er engin tilviljun, að
svo er. Þeir hafa nær aldar-
reynslu í þessum greinum, hafa
um 15 tegundir laxfiska og mik-
inn fjölda laxáa og silungavatna.
Laxveiðar eru umfangsmikill og
arðvænlegur atvinnuvegur og
sportveiði er mikið stunduð í
sjó, óm og vötnum. Talið er, að
1900 hafi yfir 20 milljónir
stangaveiðimanna veitt í fersku
vatni, en alls hafi um 45 millj.
stangaveiðimanna stundað veiði
það ár. Hafa jæir að sjálfsögðu
veitt af fleiri fisktegundum held-
ur en laxfiskum. Árið 1955
veiddu Bandaríkjamenn nær
70.000 tonn af laxi og mikið
magn af silungi.
Hið mikla veiðiálag á lax- og
silungsstofnana annars vegar og
rafvirkjanir, áveitur, og vatns-
notkun til heimilisþarfa og iðn-
aðar hins vegar hafa rýrt ])á svo,
að víðtækra ráðstafanahefurver-
ið þörf til þess að hamla á móti
öflunum, sem eyða fiski og spilla
Hfsskilyrðum hans.
Eitt áhrifamesta ráðið til þess
að viðhalda laxfiskinum hefur
veaúð að klekja út hrognum og
ala seiðin upp i eldisstöðvum og
sleppa þeim síðan stálpuðum í
ár og vötn. í Bandaríkjunum
voru 587 ehlisstöðvar í eigu hins
opinbera árið 1958, og fram-
leiddu þær rúmlega 820 milljón-
ir seiða, er sleppt var á ár og
vötn til viðhalds veiði, en veiði-
réttur er þar ríkiseign. Veruleg-
ur hluti þessara seiða voru laxa-
seiði.
Árið 1958 vörðu opinberir að-