Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 121
FISKAELDI
129
ilar 17,6 milljónum dollara, eða
sem svarar tæplega 757 milljón-
um íslenzkra króna til klaks og
seiðaeldis á rúmlega 25 fiskteg-
undum, og var bróðurparturinn
notaður til klaks og eldis lax-
fiska.
Rannsóknir á fiskeldi.
Þar sem svo miklum fjármun-
um er varið árlega til fiskeldis,
skiptir miklu máli, aS þeim sé
skynsamlega varið, og a'ð sem
beztur árangur náist i eldinu.
Er þvi unnið að tilraunum og
rannsóknum á binum ýmsu
sviðum fiskeldis, og hefur starf-
semi af því tagi mjög verið auk-
in nú siðustu árin. Rannsóknir
bafa verið framkvæmdar á hin-
um ýmsu þáttum fiskeldis svo
sem á tækni við eldið, á fóðrun-
araðferðum, á næringarþörf fisk-
anna og á gildi einstakra fóður-
tegunda og fóðurblandna, á
sjúkdómum í fiski og lækningu
þeirra og á sjúkdómsvörnum.
Niðurstöðurnar íiafa þegar bor-
ið þann árangur, að meðalfram-
leiðsla alifisks á flatareiningu
hefur aukizt, kostnaður við eldið
hefur lækkað og heilbrigði fisks-
ins hefur batnað. Meiri kröfur
eru nú gerðar til undirbúnings-
menntunar eldismanna en áður,
enda er fiskeldi margbrotið og
verður stöðugt umfangsmeira
eftir því, sem þekking á því
eykst.
Fiskeldi í Washingtonháskóla.
Margar rannsóknarstofnanir
hafa risið upp til þess að vinna
að verkefnum á þessum sviðum.
Bandaríkjastjórn ein rekur nú
tólf slíkar stofnanir og tilraunir
og rannsóknir eru framkvæmdar
á vegum einstakra ríkja og i há-
skólunum. Of langt mál yrði að
gera skil þvi helzta sem unnið
hefur verið að rannsóknum i
eldismálum í Bandaríkjunum, og
skal látið nægja að skýra lítils
háttar frá hluta af starfi, sem
unnið hefur verið i Fiskifræði-
deild Washingtonháskóla í Se-
attle í Washingtonríki, sem tvi-
mælalaust stendur fremst af há-
skólum vestra á þessu sviði.
Maðurinn, sem mest hefur
hvilt á í Fiskifræðideildinni á
sviði fiskeldis, og sá, sem verið
hefur lífið og sálin í starfsemi á
þessu sviði, er dr. Lauren R.
Donaldson, prófessor. Dr. Don-
aldson hefur unnið mest að til-
raunum með fóðrun á laxfisk-
um, einkum á kóngslaxi og á
regnbogasilungi, og að kynbót-
um á sömu fisktegundum, sem
liann hefur orðið frægur fyrir.
Hefur m. a. mátt lesa um fisk-
kynbótatilraunir hans í islenzk-
um dagblöðum. Dr. Donaldson
hefur jafnframt prófessorsstarf-