Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 122
130
ÚR VAL
inu verið forstjóri i'yrir rann-
sóknarstofnun Washingtonliá-
skóla á sviði áhrifa geislavirkra
efna á lagardýr. Auk þess hefur
gætt mikilla áhrifa frá prófes-
sornum á framfarir í veiðimál-
um í Washingtönríki og reynd-
ar víða, þar á meðal á laxaeldi
í sjóblöndu. Þá hafa margir
stúdentar víðsvegar að úr heim-
inum notið kennslu hans og
leiðbeininga, m. a. i sambandi
við rannsóknarverkefni, og er
greinarhöfundur i hópi þerra.
Við fiskifræðideildina hefur
verið unnið að mörgum verkefn-
um á sviði laxfiskaeldis og fisk-
ræktar, en hér verður aðeins
vikið að þremur þeirra, sem sé
tilraunum með fiskfóður, lax-
fiskakynbótum og rannsóknum
á átthagavísi silfurlaxins.
Fiskfóður.
Val á hæfu fiskfóðri er eitt
erfiðasta vandamál fiskeldis.
Þegar fyrir aldamót voru lax-
fiskaseiði, sem höfðu notað nær-
inguna úr kviðpokanum, fóðruð
stuttan tíma í bandarískum klak-
húsum. Margs konar fóður, bæði
soðið og ósoðið, var notað, svo
sem kjöt- og fiskmeti, hænuegg
og mjölmatur, og reyndust inn-
yfli nautpenings og svína vel,
cinkum var lirá nautalifur gott
fóður.
Það var fyrst á þriðja tug
þessarar aldar að farið var að
gefa gaum að næringarþörf lax-
fiska og leggja vísindalegan
grundvöll að þekkingu á því
sviði i Bandaríkjunum. Fiski-
fræðideild Washingtonháskóla
hóf snemma þátttöku í rann-
sóknum af þessu tagi. Gerður
var samanburður á ýmsum fóð-
urtegundum til þess að fá fram
gildi þeirra sem fiskfóðurs.
Rannsóknum á næringargildi
fóðurtegunda og fóðurhlandna
hefur nú verið haldið áfram í
rúmlega þrjá áratugi með at-
hyglisverðum árangri. Hefur
Donaldson, prófessor, tekizt ineð
sérstakri fóðurblöndu að fá eitt
kiló af fiski á móti einu kílói af
fóðri, og er þá mikið af þurr-
fóðri notað i fóðurblönduna.
Ástand innyfla i alifiski er oft
notað sem mælikvarði á, hve
hollt fóðrið er fyrir fiskinn,
lieilsufarslega. Donaldson, pró-
fessor, fann með rannsóknum,
að vissar fóðurtegundir orsök-
uðu skemmdir í briskirtlinum.
Þá hefur verið unnið að því að
finna fóður, sem leggja má til
grundvallar við fóðurtilraunir.
Hefur þetta borið góðan árang-
ur. Er nú slíkt undirstöðufóður
notað við rannsóknir á næring-
arþörf fiskanna.
Kyribætur á regnbogasilungi.
Kynbætur á Iaxfislcum er ein