Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 123
FlSKAELDl
131
merkilegasta nýjung seinni ára
í veiðimálum. Árangurinn, sem
þegar hefur'fengizt af tilraun-
unum í því efni, gefur fyrirheit
um, að fá megi í framtíðinni
fisk, sem mun henta betur breytt-
um aðstæðum, og muni gefa mjög
auknar afurðir á styttri tíma
heldur en nú tíðkast.
Merkt tilraunastarf hefur ver-
ið unnið af Donaldson, prófes-
sor, og aðstoðarmönnum hans i
nær ]>rjá áratugi á sviði kyn-
bóta á regnbogasilungi, ráka-
silungi og kóngslaxi. Reynt hef-
ur verið að fá fram fisk, sem
yxi ört og yrði kynþroska
snemma og væri ónæmur fyrir
sjúkdómum, hrygndi á hag-
kvæmum tíma og hefði sem flest
hrogn.
Árið 1932 hóf Donaldson kyn-
bætur á regnbogasilungsstofni,
og voru stofnsilungarnir tæp
700 gr. hver og 4 ára gamlir,
þegar þeir voru fyrst kynþroska.
Meðal hrognafjöldi í þeim var
1000 hrogn. Vaxtarhraðinn jókst
á næstu árum, og fiskarnir urðu
kynþroska yngri heldur en hinn
villti stofn. Þegar kynbæturnar
höfðu staðið i áratug, náðu
fyrstu silungarnir kynþroska
tveggja ára, og eftir hálfan ann-
an áratug hafði hrognafjöldinn
tvöfaldazt. Tveggja ára fiskarn-
ir frá klakárinu 1953 voru kyn-
þroska 49,6 sm að lengd að með-
altali og 1848 gr. að þyngd. Þeir
voru nálega 2% sinnum þyngri
heldur en víllti stofninn var 4
ára gamall. Þegar þriggja ára
fiskarnir frá klakárinu 1952
voru tilbúnir að hrygna i ann-
að sinn, voru þeir 59,9 sm að
lengd og vógu 3004 gr. að með-
oltali. Eftir 26 ára kynbótastarf
höfðu tveggja ára silungarnir
fimmfallt fleiri hrogn en forfeð-
ur þeirra höfðu 4 ára 1932. Við
aðra hrygningu þriggja ára fiska
var hrognafjöldinn 10.000.
Stærsti þriggja ára regnbogasil-
ungurinn 1958 var 71,8 sm á
lengd, vó 0,6 kg og hafði 10.838
hrogn. Árangurinn af kynbót-
unum hefur m. a. komið fram i
því, að hrognafjöldinn hefur
tuttugu og fimmfaldazt hjá
fjögurra ára hrygnu á nefndu
tímabili. Þegar hrygna hefur náð
5 ára aldri, gætu afkomendur
hennar farið fram úr 56,750 kg
að þyngd, ef þeir lifðu allir, og
þó væri enginn þeirra yfir
þriggja ára.
Rákasihmgi víxlað.
Jafnframt kynbótatilraunun-
um með regnbogasilung vann
Donaldson, prófessor, að kyn-
bótum á rákasilungi, „Cutthroat
trout“, en hann er nefndur svo
vegna ráka eða strika neðan á
neðra skolti sitt hvorum megin.
Rákasilungur er útbreiddur vest-