Úrval - 01.08.1962, Side 124
132
ÚR VAL
an Klettafjalla frá Mexico morS-
ur til Alaska. Hann hefur litið
verið fluttur í ný heimkynni
samanborið við regnbogasilung
og er því mun minna þekktur
en hann, utan hins náttúrlega út-
breiðslusvæðis sins. Kynbættur
rákasilungur var 1953—1955
blandaður villtum stofni ráka-
silungs frá Wbatcomvatni til
þess að fá fram blendingsþrótt.
Voru kynblendingarnir síðan
aldir upp í tilraunastöðinni, og
var fylgzt með þeim þar. Vaxtar-
hraði og veiðimagn kynbætta
rákasilungsstofnsins, Whatcom-
stofnsins og kynblendinganna
var borið saman. — Rúmlega 26
þúsund silungum var sleppt á
árunum 1954—55 í Echovatn til
þess að fá samanburð á því,
hvernig hinir einstöku stofnar
spjöruðu sig í náttúrunni. Kyn-
bætti stofninn óx jafnan mest,
en kynblendingarnir voru harð-
gerðastir, og veiddist mest af
þeim. Eru niðurstöðurnar hinar
marlcverðustu. Þær sýna, að
heppilegast er að nota kynblend-
ingana til þess að sleppa í vötn
ineð miklu veiðiálagi.
Laxakynbætur.
Árið 1949 hóf Donaldson kyn-
bætur á kóngslaxi með sama
markmiði og regnbogasilungi
áður. Kóngslaxastofninn, sem
hann byrjaði að kynbæta, var 4
ára, þegar hann kom úr sjó kyn-
þroska, og gekk 0,1% af honum
aftur upp í eldistjarnir Tilrauna-
stöðvar Fiskifræðideildarinnar.
Flestir laxanna, sem upp kom-
ust, voru veiddir á leið þeirra
til eldisstöðvarinnar. Árið 1955
komu nokkrir kóngslaxar aftur
þriggja ára, og hafa siðan þriggja
ára fiskar verið notaðir til und-
aneldis. Afkomendur þriggja
ára laxanna frá 1955 uxu örar
og komust betur af i sjónum
lieldur en kóngslaxastofninn,
sem kynbótatilraunirnar hófust
með 1949. Gengu 30 sinnum
fleiri kóngslaxar frá árgangin-
um 1955 upp í eldistjarnirnar
heldur en af laxinum, sem sleppt
var 1949. Kynbætur á kóngs-
laxi eru nýhafnar og eru niður-
stöðurnar, sem þegar hafa feng-
izt, mjög athyglisverðar og gefa
vonir um, að mikils megi vænta
af laxakynbótum í framtíðinni.
Átthagavtsi silfurlaxins.
Við tilraunaeldisstöðvar eru
jafnan skilyrði til þess að gera
margháttaðar tilraunir og rann-
sóknir. Hefur þetta sannazt við
Tilraunaeldisstöð Fiskifræði-
deildarinnar. Frá einni slíkri til-
raun slcal greint hér. Eru niður-
stöður hennar mikilvægar fyrir
fiskirækt.
í janúar 1952 voru nálega
72.000 stálpuð silfurlaxaseiði