Úrval - 01.08.1962, Síða 126
134
UR VAL
inn, seni gekk upp í Issaquah-
stöðina.
Hliðstæðar rannsóknir á átt-
hagavísi þeirri, sem hér hefur
verið skýrt frá, hafa verið gerð-
ar á fleiri laxategundum. Sviar
hafa t. d. gert tilraunir með
Atlantshafslaxinn — laxinn okk-
ar — og komizt að hliðstæðum
niðurstöðum. Hefur dr. 'B. Car-
lin, fiskifræðingur, nýlega gert
grein fyrir þeim. Gönguseiðun-
um hefur verið sleppt í ár, og
hafa þau komið aftur í árnar,
þar sem þeim var sleppt, jafn-
vel þó að gönguseiðin hafi að-
eins verið fáeina daga í fóstur-
ánum áður en þau gengu í sjó.
l’egar laxarnir hafa náð fullum
jjroska hafa þeir síðan í yfir
99% tilfellum gengið aftur í
fósturárnar.
Tilraunaeldisstöðvar.
Það er á færi fleiri en stór-
þjóða að stunda fiskehli með
góðum árangri og standa fram-
arlega á þvi sviði. Undirstaðan
undir góðu gengi er að taka á
vandamálunum með skynsemi og
festu, en jaað verður frekast gert
með því að reka tilraunastöðv-
ar, þar sem safnað er þekkingu
um efnið og henni miðlað til al-
mennings. Af Norðurlandaþjóð-
unum hafa Svíar tekið þessa hlið
málanna alvarleguslu tökum.
þeir hafa komið upp þremur
velbúnum tilraunastöðvum í
fiskeldi. Danir, sem mesta stund
hafa lagt á fiskeldi, hafa verið
seinlátir i þessu efni, en hafa
þó komið sér upp tilraunaeldis-
stöð, sem þegar Iiefur komið að
miklu gagni. Finnar hafa einnig
reist slíka stöð, en Norðmenn
hafa verið tómlátastir í þessu
efni, þar sem þeir hafa enn
ekki komið sér upp tilrauna-
eldisstöð, sem byggir á vísinda-
legum aðf’erðum.
Hér á landi er engu að síður
þörf á að korna upp tilrauna-
eldisstöð en i öðrum löndum.
Framfarir í fiskeldi og fiskrækt
eru ttndir því komnar, að við
höfum slíka stöð, þar sem reynd-
ar verða nýjungar, sem fram
koma erlendis, og glímt verður
við vandamál, sem við verðum
að leysa sjálfir hér á landi, og
aðrir geta ekki gert fyrir okkur.
Sem dæmi um slík vandamál
má nefna val á hollu fiskfóðri.
Nota verður á hverjum stað það
fóður, sem fáanlegt er með við-
unandi verði. Síðan verður að
finna með tilraunum heppileg-
ustu blöndur, sem búa má til úr
fóðurtegundunum.
Að óathuguðu máli kann að
virðast, að vegna kostnaðar við
byggingu og rekstur tilrauna-
eidisstöðvar, verði okkur ofviða
að ráðast í að koma upp slíkri
stöð. En þegar hetur er að gáð