Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 127
FISKAELDI
135
kemur í ljós, að tilraunaeldis-
stöð getur staðið undir sér fjár-
hagslega og raunar miklu betur,
ef áherzla er lögð á þá hlið
málsins. Er þá aðeins tekin með
i reikninginn eí'naleg afkoma
hennar, en ekki talinn með hinn
beini og óbeini hagnaður, sem
fiskeldi og fiskrækt i landinu
mun hafa af starfsemi slikrar
stöðvar.
Kollaf jarðarstö 8 in..
Merkilegt skref i framfaramál-
um fiskeldis og fiskræktar hefur
á þessu ári (1901) verið stigið
hér á landi með því að hefja
byggingu tilraunaeldisstöðvar. í
ágústmánuði síðastl. var fyrir at-
beina ríkisstjórnarinnar byrjað
að reisa „Tilraunaeldisstöð rik-
isins“ í Kollafirði á Kjalarnesi,
en ]jar eru góð skilyrði til fisk-
eldis. Er nú fyrsta áfanga verks-
ins lokið, og er stöðin tekin
til starfa.
Verkefni „Tilraunaeldisstöðv-
ar ríkisins“ munu verða að gera
tilraunir með klak og eldi lax-
fiska í fersku vatni, sjóblöndu og'
sjó og reyna nýjar fiskræktar-
aðferðir, kenna hirðingu og fóðr-
un eldisfisks, framkvæma kyn-
bætur á laxi og silungi, útvega
og ala upp lax og silung af heppi-
legum stofnum til fiskræktar og
Klippið hér
Hefur pú pörf fyrir 2 púsund króna aukatekjur
í næsta mánuði?
Einstakt tækifæri. Þú getur unnið þér inn i fristundum
2 þús kr. eða meira í hverjum mánuði. ÚRVAL þarf á fleiri
fulltrúum að halda til Þess að taka á móti áskriftum alls-
staðar á landinu. Engin reynsla áskilin og þú þarft ekki
einu sinni að fara að heiman og jafnvel rúmfastir sjúklingar
gætu gert þetta. Þú sendir einfaldlega til allra þeirra, sem
þú nærð ti.1 litla fallega miða, sem við útvegum þér ókeypis.
Pantanirnar streyma til þín í gegnum síma, póst og með
persónulegu sambandi.
Þetta er aðeins ein leið til þess að fá pantanir, við rnunum
láta þig vita um aðrar, sem eru jafn léttar.
Hefurðu áhuga?
Útfylltu þá miðann, hinum megin á blaðsíðunni og sendu
okkur.