Úrval - 01.08.1962, Page 128
13G
ÚRVAL
handa öSrum eldisstöðvum og
framleiða neyzlufisk til sölu á
erelndum markaSi. Lögð verður
áherzla á að framleiða laxaseiði
af göngustærð og láta þau ganga
til sjávar úr eldisstöðinni, og
munu þau sem fullvaxnir laxar
koma aftur upp í stöðina. Er það
í samræmi við reynslu Banda-
ríkjamanna og Svía i þessu efni.
Hér á landi mun meiri hluti
laxins ekki verða veiddur í sjó,
eins og i nágrannalöndunum.
Lokaorð.
Með byggingu tilraunaeldis-
stöðvar er verið að leggja grund-
völl að framförum í fiskrækt og
fiskeldi í landinu með sjálfsögð-
um og eðlilegum hætti, og er
jafnframt verið að renna stoð-
um undir nýjan atvinnuveg.
Mun almenningi miðlað þekk-
ingu, sem aflað verður í stöð-
inni, en það ásamt fjárhagsað-
stoð verður mikilvægasta fram-
lagið, sem hið opinbera getur
látið í té. í kjölfar stöðvarinn-
ar munu einstaklingar og félög
koma upp eidisstöðum ýmist til
þess að efla fiskræktina í land-
inu eða til þess að framleiða
neyzlufisk til útflutnings, sem
færa mun þjóðarbúinu auknar
gjaldeyristekjur í framtiðinni.
----------------------------Klippið hér----------------------—------
Hefur þú þörf fyrir 2 þúsund króna aukatekjur
í næsta mánuði?
Sendist Óskari Karlssyni, tJRVAL, Box 57, Reykjavík.
Vinsamlegast sendið mér nauðsynleg gögn, sem innihalda
reyndar aðferðir og einfaldar upplýsingar, mér nauðsynlegar
til að afla mér aukatekna með þvi að taka á móti áskriftar-
pöntunum fyrir ÚRVAL. — E’f ég, eftir að hafa íhugað málið,
hef ekki áhuga á þessu, get ég einfaldlega gleymt þessu og er
ekki skuldbundinn til að nota eða endursenda gögnin.
Nafn: ....................................................
Heimilisfang: ............................................
v_________________________________________________________________>