Úrval - 01.08.1962, Page 130
138
ÚRVAL
sem sé þá biskup i Chester.
Wilkins lióf þennan feril sinn
árið 1638 með bók, sem hét:
„Uppgötvun nýrrar veraldar“
eða „Ritgerð, sem œtluð er tii
þess að sanna (en það er m.jög
líklegt), að tunglið sé byggilegt“.
í seinna upplagi rits þessa bætti
hann þessu við: „Ritgerð .um
möguleikana á að ferðast þang-
að“.
Hann byrjar að rökræða það
af lcrafti miklum, að hið furðu-
vekjandi og allt að þvi bneyksl-
;in1'!Ta í staðhæfingu hans, sé
ekki nein gagnrök gegn henni i
raun og veru. Hann heldur því
réttilega fram, að önnur sann-
indi hafa verið álitin jafnfurðu-
leg og almenningsálitið hafi tek-
ið margt fáránlegt upp á arma
sér. Það virtist til dæmis næsta
óliklegt fyrir daga Kólumbusar,
að byggileg veröld skyldi fyrir-
finnast f Ameríku. Þetta upphaf
bókarinnar virðist óneitanlega
hæfa vel þess háttar bók.
Tvennt eT það, sem einkum
vekur eftirtekt manns, þegar
maður blaðar meira i bók þess-
ari. Hann hefur fen.gið mörg
stjarnfræðileg tákn að láni hjá
Kopernikusi, Kepler og Galilei,
og þar að auki er um að ræða
fjölda neðanmálstilvitnana í si-
gilda höfunda eða biblíuna sjálfa.
Wilkins hafði lært það af lær-
dómsvenjum húmanismans að
sækja nýjar hugmundir i gömul
rit, rit þau, sem menn þekkja nú
á allt annan hátt en á miðöldum.
Alitið er, að þetta hafi orðið
mörgum humanistum fjötur um
fót, en Wilkins sýnir heilbrigða
almenna skynsemi á enska vísu í
þessum tilvitnunum sínum: Hann
segir: „Sjálfsagt eru til margs
konar dulin sannindi, sem þess-
ir gömlu meistarar hafa ekki
komið auga á, sannindi, sem eru
enn fyrir hendi og myndu gera
þá menn fræga, sem uppgötvuðu
þau á vorum dögum“. Vald biblí-
unnar er honum ekki heldur fjöt-
ur um fót. Ef ritningarorðin virð-
ast stríða á móti almennri skyn-
semi eða reynslu manna, ber eigi
að taka þau bókstaflega, og
stjarnfræðilegar yfirlýsingar
biblíunnar, eru ekki undirstöður
trúarinnar sjálfrar, að hans áliti.
Wilkins getur því auðveldlega
gerzt áhangandi hinnar nýju
stjörnufræði. Táknin í textanum
og tilvitnanirnar neðanmáls eru
í samræmi og bæta hverjar aðr-
ar upp.
Sjálfar röksemdirnar fyrir því,
<°ð tunglið sé byggilegt, eru mjög
einfaldar. Þar eru vangaveltur
um uppgötvanir fjalla, einhvers,
sem líkist stöðuvötnum, árstíða-
skipti o. fl. Hvað við vikur hugs-
anlegum tunglbúum, lætur hann