Úrval - 01.08.1962, Síða 131
LANGAÐI TIL TUNGLSINS
139
sér nægja að vísa í orð eldri
starfsfélaga síns, Nicolaus Cusan-
us biskups: „Þar eð við þekkjum
ekki þessi svæði, hljótum við að
vera algerlega ófróðir um íbú-
ana“.
Svo var það ferðin til tungls-
ins. Það viðfangsefni virðist
gripa Wilkins sterkum tökum, er
hann situr við kolaeldinn í ó-
þétta, enska húsinu sínu. Það get-
ur orðið þannig í framtíðinni,
hugsar hann, að við yfirgefum
þessa jörð, þegar vetrar, og ferð-
umst til hlýrri heims. Svo þegar
vorið kemur að nýju, snúum við
aftur heim með farfuglunum.
En hann hefur fullgert tækni-
lega útreikninga, áður en hann
gefur hugmyndafluginu svo laus-
an tauminn. Hann reiknar út, að
ferð til tunglsins muni taka 180
daga. Þá skjóta fleiri vandamál
upp kollinum, meðal annars
þetta: Hvernig getur maður flutt
nægan mat með sér til svo langr-
ar ferðar? Jú, þá gerist Wilkins
fylgjandi þeirri hugmynd, að
fólk, sem sent er út i himingeim-
inn, verði þyngdarlaust. Svo seg-
ir hann: „Sé maður þyngdar-
laus, þá þarf maður ekki svo
mikinn mat“. — Það væri nógu
gaman að vita, hvað geimfarar
okkar segja um þá skoðun. -— En
reynist kenningin um þyngdar-
leysið vera röng, er til annað ráð
geimfaranum til bjargar. Nú er
likt og maður greini glettnisleg-
an glampa i augum hins verðandi
biskups: Það ætti bara að senda
kaþólikka, heitan páfatrúar-
mann. Hann ætti ekki að verða
Ignatiusi Loyola og öðrum
heilögum mönnum síðri og ætti
því að geta fastað alla leiðina!
Hann er ekki lengi að afgreiða
önnur þau vandamál, sem geim-
faranum kunna að mæta, t. d.
kuldann í himingeimnum. Hann
er þess einnig fullviss, að takast
muni að fá heppilega orkulind
fyrir flugvél hans. Svo koma þau
orð að lokum, sem fá sérstaka
merkingu einmitt nú: Ef slik
geimferð skyldi takast, yrði slíkt
svo einstæður atburður, að hann
nægði ekki einungis til þess að
gera geimfarann frægan, heldur
tímabil það, sem hann lifir á.
Haldi maður áfram að lesa i
ritum Wilkins, rekst maður á
fleiri eðlisfræðileg og stærð-
fræðileg rit. En Wilkins varð
sem sé biskup, er fram í sótti.
Á þeim tíma virðist að vísu ekki
hafa þurft mikla guðfræðilega
þekkingu og reynslu til slíks
starfa. En hann lét sín einnig get-
ið sem guðfræðingur og heim-
spekingur. Áhugi á slíkum fræð-
um virðist sem sé hafa verið
sérkenni þess menningartímabils,
er hann lifði á. Newton, sem